fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Rússneska kreditkortið í mótvindi – Bandaríkjamenn eiga stóran hlut að máli

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 29. október 2022 19:00

Mir greiðslukort. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir þrýsting frá Bandaríkjunum hafa tyrkneskir bankar slitið tengslum við rússneska greiðslukerfið Mir. Þetta er þungt högg fyrir ráðamenn í Moskvu sem hafa veðjað á tengingar við Tyrkland á fjármálasviðinu í kjölfar refsiaðgerða Vesturlanda.

Rússar hafa verið útilokaðir frá alþjóðlegum greiðslukerfum og hafa unnið hörðum höndum að því að breiða sitt eigið greiðslukerfi, Mir, út.

Allt þar til ágúst gátu rússneskir ferðamenn notað rússnesku greiðslukortin sín hraðbönkum í Tyrklandi og til að greiða fyrir vörur og þjónustu. En nú hafa tyrkneskir bankar, aðallega vegna þrýstings frá Bandaríkjunum, skorið á böndin við Mir.

Mir var þróað af rússneska seðlabankanum og var svar hans við Visa og Mastercard greiðslukortunum.

Tyrkir hafa ekki gripið til refsiaðgerða gegn Rússum og því gátu Rússar notað greiðslukortin sín þar í landi.  Á Vesturlöndum óttuðust margir að Rússar myndu nota Tyrkland sem bakdyr inn á fjármálamarkaðina og að Mir myndi ná til enn fleiri landa. Til dæmis sögðu egypsk stjórnvöld nýlega að Mir yrði tekið upp þar í landi. Einnig eru mörg ríki í Miðausturlöndum, Afríku og Asíu sögð vera að hugleiða það.

Til að bregðast við þessu tilkynnti bandaríska fjármálaráðuneytið í september að hætta væri á að fleiri ríki myndu taka upp samband við Mir og sagði um leið að Bandaríkin séu reiðubúin til að beita hörðum refsiaðgerðum gegn fyrirtækjum og stofnunum sem hjálpa Rússum að fara á svig við refsiaðgerðir Vesturlanda. Í kjölfarið hafa allir tyrkneskir bankar slitið tengl sín við Mir.

Hótanir Bandaríkjamanna geta einnig sett strik í reikninginn fyrir vonir Rússa um að ná að breiða Mir út til fleiri ríkja. Þetta sagði Maria Shagina, hjá Den Internationale Institut for Strategiske Studier í Danmörku, í samtali við Jótlandspóstinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin