fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Hætta sögð steðja að Pútín frá „Kokkinum“ – Sagður vilja taka við af honum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. október 2022 07:02

Pútín er sagður reikna með langvarandi stríði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagnerhópsins (sem er fyrirtæki sem útvegar rússneskum stjórnvöldum málaliða) gegni sífellt stærra hlutverki í stríðsrekstrinum í Úkraínu. Hann hefur gagnrýnt stríðsreksturinn og vill að Rússar beiti meiri hörku í stríðinu. Ekki er ólíklegt að Vladímír Pútín, forseta, stafi ákveðin hætta af þessum vini sínum sem er sagður hafa augastað á forsetaembættinu.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Prigozhin, sem hefur oft verið nefndur „Kokkur Pútíns“ sé einn þeirra sem nú takast á bak við tjöldin í Kreml um hver verði arftaki Pútíns í forsetaembættinu.

The Institute for the Study of War (ISW) birti í gær daglega stöðuskýrslu sína um gang stríðsins og eitt og annað því tengt. Meðal annars kemur fram að Kyryolo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, hafi sagt að „Kokkurinn“ haldi áfram að sölsa undir sig völdum og sé að byggja upp her sem líkist rússneska hernum að uppbyggingu. Þetta geti orðið ógn við Pútín.

Yevgeny Prigozhin er eigandi Wagner Group. Hann er stundum kallaður kokkur Pútíns.

 

 

 

 

 

ISW segir að rússneskir herbloggarar segi að Prigozhin fjármagni stofnun sjálfboðaliðaherdeilda sem Igor Girkin, sem er rússneskur stríðsglæpamaður og fyrrum liðsmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB, sjái um að fá menn til liðs við.

Girkin hefur gagnrýnt rússnesku herstjórnina harðlega og er þekktur og vinsæll meðal rússneskra öfgaþjóðernissinna. Hann kom að hernámi Krím 2014 og innlimun skagans í Rússland auk hernáms úkraínskra landsvæða í Donbas sama ár.

ISW segir að „Kokkurinn“ sé í einstakri stöðu innan rússneska ríkisins og geti byggt veldi sitt betur upp en niðurlægðir rússneskir herforingjar.  Pútín sé háður hersveitum hans í Bakhmut og sé líklega að reyna að hafa „Kokkinn“ góðan þrátt fyrir að hann grafi undan hefðbundnum herafla Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala