fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Segir að lítil virðing sé borin fyrir Pútín en margir óttist hann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. október 2022 06:02

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum árum lét Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, breyta stjórnarskrá landsins á þann veg að hann getur í raun setið sem forseti til 2036. Ef svo fer þá verður hann orðinn 84 ára þegar hann lætur af embætti.

„Það getur farið svo, óháð því hvernig stríðinu lýkur, en ef Pútín tapar því eða virðist vera að tapa því, þá er hugsanlegt að honum verði ýtt úr embætti.“

Þetta sagði Tor Bukkvoll, sérfræðingur hjá rannsóknarstofnun norska hersins, í samtali við Norska ríkisútvarpið.

Hann sagði að ef reynt verði að bola Pútín frá völdum þá muni þeir sem það gera annað hvort koma úr röðum þeirra sem styðja stríðið en gætu vel hugsað sér að losna við Pútín því þeim finnst hann ekki haga stríðsrekstrinum skynsamlega. Þeir geta einnig komið úr röðum þeirra sem hafa verið á móti stríðinu frá upphafi og þeirra sem eru með eða á móti stríðinu eftir því hvernig það gengur hverju sinni. Þar sem stríðsreksturinn gangi ekki vel núna þá sé þessi hópur líklega á móti stríðinu eins og er.

Hann sagði að ekki sjáist bein merki um að annar hvor þessara hópa sé reiðubúinn til að taka völdin núna en það sjáist aukin merki um óánægju.

„Einnig opinberlega í rússnesku sjónvarpi. Það heyrist mikið um að Pútín njóti ekki virðingar innan elítunnar núna en að fólk hræðist hann mikið. Það getur komið að þeim tímapunkti að kostnaðurinn við að halda stríðinu áfram verður meiri en hræðslan við að reyna að ýta honum frá völdum,“ sagði Bukkvoll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga