fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í gær merki um enn harðara stríð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. október 2022 09:00

Þetta fjölbýlishús í Kyiv skemmdist mikið í árás Rússa. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að öflug sprenging varð á Kerch-brúnni, sem tengir Krím við meginland Rússlands, á laugardaginn var beðið eftir hver viðbrögð Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, yrðu. Þau komu svo í gærmorgun þegar Rússar létu flugskeytum rigna yfir nokkrar úkraínskar borgir. Alls skutu þeir 83 flugskeytum á borgirnar. Úkraínsk loftvarnarkerfi grönduðu 41 áður en þau náðu að skotmörkum sínum.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Flemming Splidsboel, sérfræðingi hjá Dansk Institut for Internationale Studier, að árásirnar í gær líkist refsiaðgerð. Hann sagði þó öruggt að árásirnar séu merki um að nú verði átökin enn harðari en áður.

„Ég túlka þetta sem stigmögnun stríðsins, Annað hvort vegna þess sem gerðist á laugardaginn á Krím-brúnni eða stigmögnum sem á að reyna að fá Úkraínumenn til að gefast upp að lokum,“ sagði hann.

Áður beindust árásir Rússa aðallega að hernaðarlegum skotmörkum en í gær voru það meðal annars leikvöllur og fjölfarin gatnamót sem voru meðal skotmarkanna í Kyiv.

Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir þá voru það stýriflaugar sem var skotið á Kyiv og hinar borgirnar. Þær voru líklega forritaðar til að lenda í íbúðarhverfum í Kyiv og hinum borgunum.

Splidsboel sagði að nú geti Úkraínumenn búið sig undir að stríðið sé komið á nýtt stig þar sem meira verði um sprengjuárásir á miðbæi borganna, ekki bara í fremstu víglínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið