Tveir ökumenn voru handteknir, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Meint fíkniefni fundust á öðrum þeirra.
Einn ökumaður var kærður fyrir að vera ekki með ökuskírteini meðferðis. Við leit í bifreið hans fundust meint fíkniefni.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka á 131 km/klst á Kringlumýrarbraut þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Annar var kærður fyrir að aka á 135 km/klst á Reykjanesbraut þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.