fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

ESB ætlar að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 12:32

Úkraínskir hermenn skoða ummerki eftir sprengjuregn Rússa. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðildarríki ESB hafa samþykkt að sjá um þjálfun 15.000 úkraínskra hermanna eins fljótt og unnt er.

Spiegel skýrir frá þessu og segir að samkvæmt áætluninni, sem verður gengið endanlega frá í Brussel í næstu viku, muni Pólverjar fá fjárframlög frá ESB til að setja upp höfuðstöðvar þjálfunaráætlunarinnar. Hluti af þjálfuninni mun þó fara fram í öðrum ESB-ríkjum.

Blaðið hefur þetta eftir ónefndum heimildarmönnum innan ESB.

Þjóðverjar eru sagðir ætlað að bjóða upp á þjálfun í sérstökum þjálfunarbúðum þar sem líkt er eftir orustum. Einnig munu verkfræðingar, sjúkraflutningsmenn og aðrir sérfræðingar fá þjálfun í Þýskalandi.

Áður hafa bæði Bretar og Danir tekið að sér þjálfun úkraínskra hermanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði