fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

„Lygaþvæla“ segir Sturla um söguna hans Dags – „Sársaukafullt og vandræðalegt“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 19:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sturla Böðvarsson, fyrrum alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, áttu í deilum á Facebook í dag en Sturla sagði meðal annars að orð Dags væru „lygaþvæla“.

Deilurnar hófust með færslu um Sundabrautina sem Dagur birti á Facebook-síðu sinni. „Ég ræði það í stuttum kafla í bókinni minni Nýju Reykjavík að margir Sjálfstæðismenn hafi leikið þann leik að þykjast hafa áhuga á Sundabraut – en ekkert gert nema að tala um hana – þótt þeir hafi haft völd og aðstöðu til,“ segir hann.

Færsluna skrifaði Dagur í kjölfar þess að Morgunblaðið birti ritstjórnarpistil um Sundarbrautina. „Það kemur ekki á óvart að ávinningur sé að þessari fyrirhuguðu framkvæmd enda hefur mikill áhugi verið á henni um árabil, raunar áratugi, en framkvæmdin hefur hingað til strandað á vinstri meirihlutanum í Reykjavíkurborg, sem beitt hefur ýmsum brögðum til að þvælast fyrir framkvæmdinni,“ segir meðal annars í pistlinum í Morgunblaðinu.

„Sársaukafullt og vandræðalegt“

Dagur skýtur einmitt á Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins, í færslunni sinni. „Hann var forsætisráðherra og seldi Símann á sínum tíma – lagði söluandvirðið inn í Seðlabankann og sagði það eiga að fara í Sundabraut og fleira – varð svo Seðlabankastjóri og tapaði allri upphæðinni og meira til á einum degi í Hruninu.“

Þá segir Dagur að nánar tiltekið hafi Davíð lánað peningana til Kaupþings. „Án þess að hirða um að útbúa einu sinni lánaskjöl, að því er virðist vitandi það að líklega væri þetta tapað fé. Hljómar einsog lygasaga – en hljóðritað símtal Davíðs Seðlabankastjóra og þáverandi forsætisráðherra, Geirs Haarde, frá þessum degi, ber með sér að þeim var ljóst að þeir voru að taka mikla áhættu með Sundabrautar- og Landsspítala-peningana sem fengust fyrir sölu Símans,“ segir Dagur og birtir svo brot úr umræddu símtali.

Davíð: „Við megum ekki setja íslenska ríkið á galeið­una.“

Geir svar­ar: „Nei, nei, þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in.“

„Margir hafa vitnað um góðan húmor Davíðs. Það er til marks um hvað hann getur verið svartur að í Morgunblaðinu í dag gleymir hann að nefna þetta smáræði úr sögu Sundabrautarinnar en kennir borgarstjórn um að hún sé ekki orðin að veruleika. Enginn veit betur en Davíð að það er fjarri sanni en auðvitað er sársaukafullt og vandræðalegt í senn að rifja upp hvernig raunverulega í málinu liggur,“ segir Dagur svo.

Kallar söguna „lygaþvælu“

Sturla Böðvarsson var allt annað en sáttur með þessi skrif dags um málið. „Dagur B. Eggertsson ætti að rifja það upp með sjálfum sér að hann og hans fólk lagðist gegn lagningu Sundabrautar þegar Samgönguáætlun tímabilið 2003-2014 hafði verið samþykkt af Alþingi 13. mars 2003 . Allar götur síðan hafa Dagur B og hans fólk unnið gegn lagningu Sundabrautar og komist upp með það með afli höfuðborgarinnar,“ segir Sturla í athugasemd við færslu Dags.

„Honum ferst það ílla að ásaka aðra með þessum einstaklega ómerkilega hætti sem má lesa í bók hans. Vestlendingar kunna honum litlar þakkir fyrir að koma í veg fyrir lagningu Sundabrautar. Ég trúi því að íbúar höfuðborgarinnar hætti að láta Dag B Eggertsson komast upp með þessa lygaþvælu um lagningu Sundabrautar.“

Svarar Sturlu af því hann er kvæntur frænku hans

Dagur svarar þessari athugasemd Sturlu. „Ertu að tala um samráðið við íbúa íbúa í Grafarvogi og Laugardal sem við stóðum fyrir í sameiningu? Það heitir ekki að leggjast gegn heldur vera á 21. öldinni í mínum bókum að eiga eðlilegt samráð við íbúa, kæri Sturla,“ segir hann.

„Það breytir því ekki að Símapeningarnir töpuðust í Seðlabankanum í Hruninu. Það setti málið á bið – sem sést til dæmis á því að Vegagerðin hætti vinnu við umhverfismat í miðju kafi.“

Dagur segist þá almennt ekki eiga í orðaskiptum við fólk ef það er orðljótt en hann segir þá hvers vegna hann svarar Sturlu. „En af því þú ert kvæntur frænku minni og ég hef alltaf átt við þig fín samskipti – nema í svona sendingum á netinu – þá minni ég þig í bestu vinsemd á að þegar hörð viðbrögð íbúa komu fram við tillögur Vegagerðarinnar um útfærslu Sundabrautar 2004 þá settum við í sameiningu á fót samráð við íbúa og hagsmunaaðila (borgin og Vegagerðin),“ segir hann.

„Já, þú varst samgönguráðherra þá. Niðurstaða þess samráðs var að Sundabraut í göngum væri fyrsti kostur. Borgarstjórn tók undir þá niðurstöðu – í þverpólitískri samstöðu. Vegagerðin hóf undirbúning umhverfismats fyrir verkefnið sem meðal annars átti að skoða göng. Það verk stöðvaðist eftir Hrun. Til glöggvunar er hér tillaga að matsáætluninni sem kynnt var í byrjun árs 2008.“

Sturla svarar þá Degi aftur. „Reyndu ekki að halda þessum lygaferli áfram. Þú og þitt fólk stöðvuðuð undirbúning við framkvæmdir á Sundabraut og því fór sem fór,“ segir Sturla en við það urðu samskiptin milli hans og frænda eiginkonu hans ekki lengri.

Það er þó aldrei að vita nema þeir taki upp þráðinn á næsta ættarmóti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað