fbpx
Sunnudagur 29.maí 2022
FréttirMatur

Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 24. janúar 2022 16:30

Hér er er á ferðinni ljúffengur fiskréttur í sparifötum úr smiðju Berglindar Hreiðar matar- og ævintýrabloggara með meiru. MYNDIR Berglind Hreiðars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum

Í upphafi nýrrar viku er ekkert betra en ljúffengur fiskur sem bragð er af. Hér er á ferðinni uppskrift af dásamlegum fiskrétti úr smiðju Berglindar Hreiðars matar- og ævintýrabloggara hjá Gotterí og gersemar, sem er í senn einfaldur og bragðgóður.

„Þessi fiskréttur sló í gegn hjá allri fjölskyldunni og er sannarlega lúxusútgáfa af hversdagsfiski. Á meðan fatið fer í ofninn er gott að sjóða grjón og leggja á borðið,“segir Berglind bættir við að þetta sé fiskréttur sem slær ekki síður í gegn hjá yngri kynslóðinni eins og þeirri eldri.

Fiskur í ofni með rjómasósu

Fyrir 4-6

900 g þorskur

1 stykki rauð paprika

½ blaðlaukur

1 stykki mexíkó kryddostur

500 ml rjómi

Rifinn pizzaostur eftir smekk

Salt og pipar

Ólífuolía til steikingar

  1. Hitið ofninn í 190°C.
  2. Skerið fiskinn niður og raðið í eldfast mót.
  3. Skerið papriku og blaðlauk niður, steikið upp úr ólífuolíu þar til mýkist, saltið og piprið eftir smekk.
  4. Hellið þá rjómanum yfir grænmetið og rífið mexíkóostinn, hrærið og hitið saman þar til osturinn er bráðinn.
  5. Hellið yfir fiskinn í fatinu og setjið vel af rifnum pizzaosti yfir allt saman.
  6. Bakið í 25 mínútur í ofninum.
  7. Gott er að bera réttinn fram með soðnum hrísgrjónum eða kartöflum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Vegan með Vítalíu – Mjúkar og djúsí súkkulaðibitakökur

Vegan með Vítalíu – Mjúkar og djúsí súkkulaðibitakökur
Matur
Fyrir 3 vikum

Frískandi og sumarlegur melónukokteill í Eurovison-boðið

Frískandi og sumarlegur melónukokteill í Eurovison-boðið
Matur
Fyrir 3 vikum

Ostasalatið sem þú munt liggja í

Ostasalatið sem þú munt liggja í
Matur
Fyrir 4 vikum

Nýkrýndur Kokkur ársins er Rúnar Pierre

Nýkrýndur Kokkur ársins er Rúnar Pierre
Matur
22.04.2022

Heiðarlegur sælkera helgarmatseðill í boði Ebbu Guðnýjar

Heiðarlegur sælkera helgarmatseðill í boði Ebbu Guðnýjar
Matur
21.04.2022

Syndsamleg sólskinsterta með löðrandi ljúffengu karamellukremi sem enginn stenst

Syndsamleg sólskinsterta með löðrandi ljúffengu karamellukremi sem enginn stenst
Matur
11.04.2022

Páskabomba ársins með bananabitum og þristasósu sem á sér enga líka

Páskabomba ársins með bananabitum og þristasósu sem á sér enga líka
Matur
09.04.2022

Íslenskar lambalundir eru algjört sælgæti og fullkomnar á grillið

Íslenskar lambalundir eru algjört sælgæti og fullkomnar á grillið