fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Binni Glee: „Ég er að fara deyja ef ég held þessu áfram“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 11:04

Binni Glee - Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Steinn Gylfason, sem er hvað þekktastur sem samfélagsmiðlastjarnan Binni Glee, opnaði sig nýlega um að hann væri með matarfíkn á lokastigi og lotugræðgi. Binni opnaði sig enn meira um málið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær.

Binni segist alltaf hafa átt í óheilbrigðu sambandi við mat en hann vildi opna sig um sín vandmál til að opna umræðuna um matarfíkn og hættuna sem fylgir henni.

„Þú hættir ekki að hugsa um mat allan sólarhringinn og bara borðar yfir þig og þetta er bara sjúkdómur. Þú hættir bara ekki að hugsa um mat. Þú ert alltaf að pæla í því hvað þú ætlar að borða um kvöldið og hvenær sem er. Svo borðar maður yfir sig og svo líður manni svo illa eftir á,“ segir Binni í þættinum.

Hann segist alla tíð hafa verið í ofþyngd. „Ég hef alltaf sagt við fólk að ég væri með matarfíkn án þess að vera greindur með það. Ég fór á einn fund í fyrra til að reyna fá hjálp og fór á einn Zoom fund og mér fannst þetta svo vandræðalegt að ég meikaði þetta ekki,“ segir hann.

„Ég er að fara deyja ef ég held þessu áfram“

Það vakti mikla athygli fyrir rúmum tveimur árum síðan þegar Binni fór á ketó og missti í kjölfarið 20 kíló. Hann reyndi aftur að fara á mataræðið á dögunum en eftir þrjá daga gafst hann upp, fór út í búð og keypti „ógeðslega mikið“ af mat sem hann borðaði allan á klukkutíma.

„Eftir það lagðist ég upp í rúm og þá hugsaði ég: Ég er að fara deyja ef ég held þessu áfram.“

Þá ákvað Binni að birta færslu á Twitter-síðu sinni um matarfíknina. „Ég er þannig manneskja að ég þarf alltaf að skrifa það sem ég ætla mér og því tísti ég og það fór viral. Ég get þá ekki bakkað út.“

Binni hafði samband við matarfíknarmiðstöðina eftir þetta. Þar var hann greindur með matarfíkn á lokastigi og búlimíu. „Ég var meira í sjokki yfir því að greinast með búlimíu. Það byrjaði í október í fyrra þegar ég borðaði allt of mikið og svo allt í einu æli ég upp matnum á pítsakassann. Svo heldur þetta bara áfram að gerast,“ segir hann.

Á næstunni tekur við sextán vikna langt námskeið þar sem Binni fær aðstoð við matarfíkninni og búlimíunni. „Þetta er bara heilinn og það þarf bara að laga heilann,“ segir hann.

Að lokum er Binni spurður hvað hann myndi segja við fólk sem er í svipuðum sporum og hann.

„Ég myndi segja þeim að leita sér hjálpar og gera eitthvað í því. Því þetta er ótrúlega hættulegt og þetta er sjúkdómur. Ekki vera hrædd og ekki skammast ykkar. Ef ég hefði vitað fyrr um matarfíkn þá væri ég löngu búinn að leita mér hjálpar. En ég er feginn því ég er náttúrulega bara 22 ára, að ég sé núna að leita mér hjálpar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu