fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Fréttir

Tveir unglingar fluttir á bráðamóttöku eftir að flugeldar sprungu framan í þá

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. janúar 2022 09:58

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglu var tilkynnt um tvö flugeldaslys í gærkvöldi. Annars vegar var um að ræða 15 ára dreng sem brann á andliti er flugeldur sprakk framan í hann í Háaleitis- og Bústaðahverfi og hins vegar var um að ræða 13 ára dreng sem slasaðist og hendi og í andliti í Hlíðahverfi. Báðir voru fluttir til bráðadeildar til aðhlynningar.

Þetta kom meðal annars fram í dagbók lögreglu. Þar greinir einnig frá því að lögregla hafi í gærkvöldi haft afskipti af 14 ára stúlku vegna vörslu fíkniefna, en tekið var á því máli með aðkomu móður og tilkynningu til Barnaverndar.

Lögregla hafði eins afskipti af 16 ára dreng í miðborginni vegna vörslu fíkniefna og brots á vopnalögum. Drengurinn var færður á lögreglustöð þar sem haft var samband við foreldra og Barnavernd.

Lögreglu var tilkynnt um of marga gesti á veitingastað í miðborginni. Reyndist þar um brotá samkomubanni að ræða. Tvö sóttvarnahólf voru á staðnum en of margir gestir í þeim báðum.

Ruslagámur brann á skólalóð á Seltjarnarnesi, en hann varð að mestu brunninn þegar lögregla mætti á svæðið, en slökkvilið var einnig á vettvangi.

Svo slasaðist ung kona á rafhlaupahjóli í miðborginni. Hún datt og féll með höfuð á gangstéttarbrún og er talið að hún hafi rotast. Samkvæmt dagbók lögreglu var minni konunnar slitrótt þegar hún rankaði við sér og komst hún sjálf heim en var sótt með sjúkrabifreið og færð til Bráðadeildar.

Tilkynnt var um tvö umferðarslys í Kópavogi hverfi 200. Annars vegar var um að ræða bíl sem ók á ljósastaur, en lögreglumenn urðu vitni að slysinu. Er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur. Hins vegar var um að ræða bifreið sem ekið var á vegrið og þaðan af vettvangi. Hins vegar varð skráningarnúmer bifreiðarinnar eftir á slysstað og fann lögregla bifreiðina skömmu síðar þar sem henni hafði verið lagt í bílastæði. Ökumaðurinn var þá að bak og burt.

Laust eftir miðnætti var tilkynnt um eignaspjöll í Grafarvogi, en um var að ræða skemmdarverk með flugeldum. Annars vegar skemmdur póstkassi í fjölbýlishúsi og hins vegar brotin rúða í skóla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grashausar sagðir öskurgubba vikum saman

Grashausar sagðir öskurgubba vikum saman
Fréttir
Í gær

10 ára þolanda nauðgunar neitað um þungunarrof í Ohio

10 ára þolanda nauðgunar neitað um þungunarrof í Ohio
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Alþýðlegur Bogi ávarpaði Facebookhóp – „Umræðan hér fer ekki framhjá okkur“

Alþýðlegur Bogi ávarpaði Facebookhóp – „Umræðan hér fer ekki framhjá okkur“