fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Þetta hafa Íslendingar að segja um nýju takmarkanirnar – „HVAÐA ANDSKOTANS VITLEYSA ER ÞETTA!!“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 14. janúar 2022 13:42

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin fundaði í morgun um nýjar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis varðandi hertari takmarkanir vegna faraldursins sem hefur verið í töluverðri uppsveiflu undanfarnar vikur. Fundinum lauk á hádegi og var þá tilkynnt um að aðgerðir yrðu hertar.

Almennar samkomutakmarkanir fara úr tuttugu manna hámarki og niður í tíu. Skemmtistöðum verður lokað og ekki verður lengur hægt að nýta hraðpróf til að fara á viðburði. Nýju takmarkanirnar taka gildi á miðnætti og gilda til 2. febrúar næstkomandi.

Skólar munu starfa áfram samkvæmt reglugerð, og sundstaðir sem og líkamsræktarstöðvar fá að taka við 50% af leyfilegum hámarksfjölda.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði eftir fundinn að Þórólfur hafi lagt fram þrjár mismunandi tillögur. Fyrsta tillagan var óbreytt ástand en þá hefðu smit að öllum líkindum haldist jafnmörg. Önnur tillagan var sú sem var tekin, það er að fara úr 20 manna samkomubanni í 10 manna samkomubann.

Þriðja tillagan var svo að grípa til útgöngubanns í 10 daga, ekki hefur verið gripið til svo harðra aðgerða hér á landi í faraldrinum og því kom sú tillaga flatt upp á marga.

„Það er bannað að hafa gaman“

Þegar hertar aðgerðir eru tilkynntar fer yfirleitt mikill fjöldi fólks beinustu leið á samfélagsmiðilinn Twitter til þess að viðra sínar skoðanir á aðgerðunum. Í dag var að sjálfsögðu engin undantekning gerð á því.

Ljóst er að ekki eru öll sem tjá sig á Twitter sátt með þessar takmarkanir, fjölmörgum finnst nóg komið af aðgerðunum og svo finnst öðrum fáránlegt að aðgerðir séu ekki harðari, sérstaklega í skólum. Þá furðar fólk sig á aðgerðunum sem valdar voru og sumum finnst eins og þær séu bara handahófskenndar.

Að sjálfsögðu eru ekki allir að gagnrýna og spekúlera um aðgerðirnar, það er nefnilega alltaf stutt í grínið hjá helstu spéfuglum Twitter – líka þegar rætt er um hertari aðgerðir.

Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem fólk hefur að segja um hertari aðgerðirnar á Twitter:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu