fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Varnaðarorð Ölmu Möller: „Markaðssettir sem eins konar heilsudrykkir sem gefur ranga mynd“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 10:27

Alma Möller.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Möller landlæknir gerir skaðsemi ofneyslu á orkudrykkjum ungmenna að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

„Undanfarin ár höfum við orðið vör við mikla neyslu orkudrykkja meðal einstaklinga undir 18 ára og sýna íslenskar rannsóknir að stór hópur (31-38%) ungmenna á aldrinum 13-17 ára fer yfir viðmiðunarmörk (1,4 mg/kg) fyrir neikvæð áhrif á svefn. Að meðaltali nemur neysla orkudrykkja rúmlega helmingi af koffínneyslu framhaldsskólanema en þar á eftir koma gosdrykkir og kaffi (20% hvort),“ segir Alma.

Hún bendir á að börn og unglingar séu sérstaklega viðkvæm þar sem þau eru almennt léttari en fullorðið fólk og sama magn hefur þannig meiri áhrif á þau. „Samkvæmt nýlegri skýrslu Áhættumatsnefndar ætti að takmarka aðgengi þessa aldurshóps að orkudrykkjum,“ segir hún.

Alma bendir ennfremur á að þegar við höfum innbyrt koffín þá tekur það flesta um fjóra til átta tíma til að losna við helminginn af koffíninu úr líkamanum, en lengri tíma fyrir unglinga og barnshafandi konur.

„Sumir orkudrykkir hafa verið markaðssettir sem eins konar heilsudrykkir sem gefur ranga mynd í ljósi þeirra neikvæðu áhrifa sem mikil neysla þeirra getur haft á okkur. Svefn er til að mynda öllum mikilvægur til að geta tekist á við verkefni dagsins og hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfi, námsgetu, andlega líðan sem og vöxt og þroska barna,“ segir Alma.

Greinina hennar má í heild sinni lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar