fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Innbrot, eldsvoðar og tjón af völdum flugelda

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. janúar 2022 10:10

mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í verslun á Laugavegi. Þar hafði rúða verið brotin og þremur úlpum stolið. Málið er í rannsókn. Um klukkustund síðar var tilkynnt um innbrot í verslun í Mörkinni. Málið er i rannsókn. Klukkan hálf sjö var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í verslun í Mörkinni. Gerandinn reyndi að forða sér á hlaupum þegar hann varð lögreglunnar var en það tókst ekki því lögreglumenn náðu honum eftir skamma stund. Hann var vistaður í fangageymslu.

Um klukkan hálf eitt í nótt kom húsráðandi að manni sem var búinn að brjóta rúðu í íbúð hans og var kominn hálfur inn. Gerandinn forðaði sér á hlaupum. Málið er í rannsókn.

Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um mann sem væri að sparka upp hurð hjá nágranna sínum í Hlíðahverfi. Maðurinn reyndist vera ofurölvi og hafði farið húsvillt. Hann var fluttur á lögreglustöð til viðræðna og var síðan látinn laus.

Nokkrar tilkynningar bárust um eldsvoða í gærkvöldi og nótt, það er að segja annað en gróðurelda.

Skömmu fyrir miðnætti var tilkynnt um eld í þaki á fjölbýlishúsi í Hlíðahverfi. Íbúar réðu niðurlögum eldsins. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar af nýja árinu var tilkynnt um eld í þaki grunnskóla í Hlíðahverfi. Slökkvilið og lögregla fóru á vettvang.

Um klukkan þrjú var tilkynnt um sinueld á þaki íbúðarhúss í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Eldurinn var dauður þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang.

Á níunda tímanum í gærkvöldi fór flugeldur inn um glugga á íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði. Eignatjón hlaust af. Um miðnætti fór flugeldur inn um glugga á íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði. Eldur kviknaði og tjón hlaust af innanhúss. Enginn var heima þegar þetta gerðist.

Klukkan 00.22 var tilkynnt um eld í íbúð í Kópavogi. Slökkvistarf gekk vel og réði slökkvilið niðurlögum eldsins.

Klukkan 01.36 var tilkynnt um eld á svölum í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Tvær íbúðir skemmdust.

Í Kópavogi fór flugeldur inn um glugga á skóla í nótt.

Klukkan 00.23 var tilkynnt um eld í þaki íbúðarhúsnæðis í Grafarvogi. Töluvert tjón varð á þakinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr þjónustusamningur við Sólheima

Nýr þjónustusamningur við Sólheima
Fréttir
Í gær

Anna Kristjáns: Þess vegna eru íbúar á Tenerife búnir að fá nóg af túristum

Anna Kristjáns: Þess vegna eru íbúar á Tenerife búnir að fá nóg af túristum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“ 

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“