fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Úkraínumenn hafa náð Kupjansk á sitt vald

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. september 2022 07:32

Úkraínskir hermenn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn hafa náð bænum Kupjansk á sitt vald eftir að þeim tókst að hrekja rússneskar hersveitir frá víglínunni austan við ána Oskil sem rennur í gegnum bæinn.

AFP skýrir frá þessu en fréttamaður frá fréttastofunni er á staðnum.

Fyrir stríð bjuggu tæplega 30.000 manns í Kupjansk.

Úkraínski herinn hóf stórsókn í Kharkiv fyrr í mánuðinum og hefur eins og áður sagði nú náð Kupjansk á sitt vald. Bærinn er hernaðarlega mikilvægur því um hann liggur fjöldi járnbrautarteina.

Rússneskum hersveitum tókst að halda stöðu sinni á austurbakka Oskil þar til í gær þegar úkraínskir skriðdrekar og brynvarin ökutæki sáust á austurbakkanum. AFP segir að úkraínskir slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar hafi strax byrjað að flytja neyðarbirgðir fyrir almenning yfir ána eftir göngubrú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“