fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Upplýsingafundur lögreglu vegna hryðjuverkamálsins – „Kannski er að opnast einhver nýr veruleiki“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. september 2022 15:00

Grímur Grímsson. Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan hefur efnt til blaðamannafundar á lögreglustöðinni við Hverfisgötunni vegna hryðjuverkamálsins svokallaða. Tveir ungir menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa verið að leggja á ráðin um hryðjuverk. Þeir eru ennfremur grunaðir um stórfelld brot á vopnalögum, m.a. með framleiðslu á skotvopnum með þrívíddarprentara. Gæsluvarðhald yfir öðrum manninum rennur út í dag en lögregla ætlar að sækja um framlengingu á því.

DV mun fylgjast grannt með fundinum og flytja tíðindi af honum. Stuðst er við útsendingu ruv.is af fundinum.

Í upphafi fundar er greint frá því að Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn málsins vegna persónulegra tengsla eins aðila sem hefur komið við sögu í rannsókn málsins við embættið. Rannsóknin heldur samt áfram af fullum krafti og er viðamikil.

Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, greindi frá því að 17 húsleitir vegna rannsóknar málsins hafi verið gerðar. Alls 60 munir með rafrænum gögnum, þ.e. tölvur og símar, hafa verið haldlagðir. Að auki tugi skotvopna, sum sett saman með þrívíddarprentuðum íhlutum og voru sum þeirra hlaðin.

Sveinn benti á að enginn vafi léki á því að hægt væri að valda gífurlegum skaða með vopnum sem framleidd eru með þrívíddarprentara.

Sumum vopnanna hafði verið breytt þannig að þau yrðu hálfsjálfvirk, en Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir slík vopn mun hættulegri en svokölluð „eins skots vopn“.

Grímur Grímsson hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar greindi frá því að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði fallist á framlengingu gæsluvarðhalds yfir öðrum manninum og hefur það verið framlengt um viku.

Lögreglan hefur sent mikið magn gagna til lögregluyfirvalda á Norðurlöndum og Europol, sem aðstoða við rannsókn málsins.

Sveinn staðfesti að tveir væru í gæsluvarðhaldi vegna málsins en fleiri hefðu verið handteknir og margir aðrir yfirheyrðir vegna málsins.

Grímur Grímsson var spurður hvort mörg þeirra skotvopna sem hafa verið haldlögð í rannsókninni væru löglega skráð. Grímur játti því og sagði að lítill hluti vopnanna væru þrívíddarprentuð en flest vopnin sem hafa verið haldlögð í rannsókninni eru verksmiðjuframleidd og með löglega skráða eigendur.

Grímur gat ekki svarað því hvað hefði komið fram við yfirheyrslur og ekki hvort sakborningar hefðu játað eitthvað.

Grímur sagði að samskiptasaga mannanna á spjallborðum innanlands og erlendis sé meðal annars rannsóknar. Hann vill ekki segja neitt til um tengsl mannanna við tilteknar hreyfingar, svo sem hreyfingar hægriöfgamanna, eins og nefnt hefur verið í fjölmiðlum.

Lögregla vill ekki svara því hve langt skipulagning meintra hryðjuverka var komin, til dæmis hvort mennirnir hafi legið yfir teikningum að byggingum þar sem til stóð að fremja hryðjuverk.

Sveinn sagði aðspurður að ekki hefði áður vaknað grunur umskipulagningu hryðjuverka við rannsóknir sakamála. „Kannski er að opnast einhver nýr veruleiki,“ sagði Sveinn.

„Hafið þið haldbærar sannanir fyrir því að þeir hafi verið að undirbúa hryðjuverk?“ var spurning eins blaðamannsins. Grímur sagðist ekki ætla að fara út í það á þessu stigi.

Það var mat þeirra Sveins og Gríms að hryðjuverkaógn í samfélaginu væri metin lág á þessu stigi. Fleiri menn gætu tengst málinu en þeir sem nú eru í gæsluvarðhaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo