fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Facebook lokaði umfangsmiklu neti falskra aðganga sem dreifðu rússneskum áróðri í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 11:32

Rússnesk nettröll höfðu komið sér vel fyrir á Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsmenn Meta, móðurfélags Facebook, sögðu í gær að fyrirtækið hafi lokað rúmlega 1.600 aðgöngum sem voru notaðir til að dreifa rússneskum áróðri um stríðið í Úkraínu í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu og Úkraínu.

Segja talsmenn Meta að þetta sé stærsta og flóknasta netið tengt Rússum sem fundist hefur á samfélagsmiðlinum síðan Rússar réðust inn í Úkraínu.

Segja talsmennirnir að rúmlega 60 vefsíður hafi verið á vegum þessa nets. Vefsíður sem voru nánast afrit af vefsíðum venjulegra fréttasíða en í stað óháðs fréttaflutnings hafi þær verið lagðar undir rússneskan áróður um stríðið í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt