fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Blinken segir að Bandaríkin séu tilbúin með áætlun ef Rússar beita kjarnorkuvopnum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 19:00

Antony Blinken. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að „sérhver notkun kjarnorkuvopna muni hafa skelfilegar afleiðingar“ og staðfesti að Bandaríkin séu tilbúin með áætlun ef svo hræðilega fer að kjarnorkuvopnum verði beitt.

Sky News skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í viðtali við Blinken í fréttaskýringaþættinum 60 Mínútur á CBS News.

Blinken vildi ekki segja hvað felst í áætlun Bandaríkjanna.

Hann sagði einnig að bandarískir embættismenn hafi hvatt ráðamenn í Kreml til að „hætta þessu blaðri um kjarnorkuvopn“ og að hann hefði áhyggjur af að enginn í innsta hring Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, þori að andmæla honum ef hann tekur ákvörðun um að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu.

Pútín hafði í hótunum í síðustu viku um að beita kjarnorkuvopnum ef Rússar telji að þeim sé ógnað og bætti við að hann væri „ekki að plata“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla sendir ökumönnum skýr skilaboð – Yfir þúsund staðnir að hraðakstri

Lögregla sendir ökumönnum skýr skilaboð – Yfir þúsund staðnir að hraðakstri
Fréttir
Í gær

Bjóða upp einbýlishús á Akureyri vegna bílhræja á lóðinni – Heilbrigðisnefnd gáttuð á sinnuleysi eigenda

Bjóða upp einbýlishús á Akureyri vegna bílhræja á lóðinni – Heilbrigðisnefnd gáttuð á sinnuleysi eigenda
Fréttir
Í gær

Ekki stóð steinn yfir steini hjá bónda árum saman – Óþrifnaður, smithætta og léleg mjólkurgæði – Tók sig loks á

Ekki stóð steinn yfir steini hjá bónda árum saman – Óþrifnaður, smithætta og léleg mjólkurgæði – Tók sig loks á
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ölgerðin afhendir 15 milljónir króna í söfnun fyrir Bryndísarhlíð

Ölgerðin afhendir 15 milljónir króna í söfnun fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breskir ráðamenn bregðast við ummælum Trump – Harðneita því að borgarstjórinn í London ætli að innleiða Sharia-lög

Breskir ráðamenn bregðast við ummælum Trump – Harðneita því að borgarstjórinn í London ætli að innleiða Sharia-lög