fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Rússneski herinn gagnrýndur í beinni sjónvarpsútsendingu – „Þeir hafa séð of margar hasarmyndir“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. september 2022 05:56

Skjáskot:Rossiya 1

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrakfarir rússneska hersins í Úkraínu voru ræddar af kappi í beinni útsendingu á rússnesku sjónvarpsstöðinni Rossiya 1 á mánudaginn. Áhorfendur heyrðu þar ýmis orð sem eru ekki notuð af áróðursmaskínu yfirvalda.

Þátttakendur í umræðuþætti, sem var stýrt af Vladimir Solovjov, ræddu stöðuna í Úkraínu eftir árangursríkar gagnsóknir Úkraínumanna. Skyndilega tók umræðan óvænta stefnu þegar Karen Shakhazarov, kvikmyndaleikstjóri, tók orðið. Hann er einn fárra Rússa sem fær persónulega kveðju frá Vladímír Pútín, forseta, á afmælisdegi sínum. „Við verðum að viðurkenna að við biðum ósigur í Kharkiv. Við neyðumst til að viðurkenna það. Ósigur er hægt að nota til einhvers ef maður viðurkennir hann og lærir af honum. Ef maður viðurkennir hann ekki, bíður maður nýjan ósigur og kannski enn stærri,“ sagði hann og bætti við að ljóst sé að barist sé gegn mjög sterkum óvini.

Karen Shakhnazarov. Skjáskot:Rossiya 1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í pólitískum umræðuþáttum í rússnesku sjónvarpi eru þátttakendur oft settir upp þannig að einn þeirra setur fram skoðun, sem í fyrstu virðist vera Úkraínu hagstæð, en síðan sannfæra hinir þátttakendurnir hann um hið gagnstæða. En það gerðist ekki í þessum þætti.

Shakhazarov fékk stuðning frá Sergey Mikheev, stjórnmálaskýranda þáttarins, sem hafði fyrr um daginn gagnrýnt rússneska herbloggara sem skrifa um ósigur rússneska hersins og flótta hans á samfélagsmiðlum. Í þættinum á mánudagskvöldið gagnrýndi hann orðanotkun rússneska hersins og sagði ljóst að staðan í Kharkiv væri greinilega mikið áfall. „Kallið þetta „endurskipulagningu“ eða hvað sem þið viljið. Ef þetta er „endurskipulagning“ og hermennirnir halda til Donetsk, sýnið okkur þá fram á árangur í Donetsk. Sýnið fram á það!“ sagði hann og skammaði síðan forystu rússneska hersins og sagði það særa djúpt að mánuðum saman hafi verið talað um að úkraínski herinn væri að skipuleggja gagnsókn.

Sergey Mikheev. Skjáskot:Rossiya 1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mikheev sagði að rússneski herinn hafi brugðist því allar þær endurbætur sem hafi verið gerðar á honum frá 2007 hafi ekki virkað sem skyldi. „Við horfðum á of margar bandarískar hasarmyndir um sérsveitir og ákváðum að sérsveitir gætu leyst öll vandamál. En sérsveitir leysa ákveðin vandamál,“ sagði hann. „Ég hef þá tilfinningu að margt í landinu okkar sé afleiðing af að stöðugt sé horft á hasarmyndir frá Hollywood. Sérsveitir hér og þar og alls staðar,“ sagði hann og bætti við að Rússland skorti duglega, venjulega hermenn.

Hann gagnrýndi hvorki Vladímír Pútín né Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, heldur varpaði sökinni á Anatoly Serdyukov sem lét af embætti varnarmálaráðherra fyrir tíu árum!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Árni var ranglega sakaður um svívirðilegan glæp – „Hrein samviska var áttavitinn minn“

Árni var ranglega sakaður um svívirðilegan glæp – „Hrein samviska var áttavitinn minn“
Fréttir
Í gær

Dagur sendir Sjálfstæðisflokknum eitraða pillu: „Línan fengin frá Mogganum og kampavínshlaðvörpum af hægri kantinum“

Dagur sendir Sjálfstæðisflokknum eitraða pillu: „Línan fengin frá Mogganum og kampavínshlaðvörpum af hægri kantinum“
Fréttir
Í gær

Réðst á lögreglumann á Þorláksmessu

Réðst á lögreglumann á Þorláksmessu
Fréttir
Í gær

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar fagnar tímamótum í janúar

Rúnar fagnar tímamótum í janúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“