fbpx
Fimmtudagur 13.júní 2024
Fréttir

Bandaríkin hraða aðstoð við Evrópu vegna gasskorts

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. september 2022 20:00

Arctic Voyager kemur til hafnar í Rotterdam með gas. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Himinhátt gasverð í Evrópu fer ekki fram hjá ráðamönnum í Bandaríkjunum og nú vinna nánustu efnahagsráðgjafar Joe Biden, forseta, að áætlanagerð um hvernig sé hægt að koma Evrópu í gegnum gaskrísuna.

Ein af áætlununum er mjög áhugaverð út frá evrópskum sjónarhóli. Hún gengur út á að bandaríkjastjórn vill fá bandaríska framleiðendur til að auka útflutning á fljótandi gasi til Evrópu. Washington Post skýrir frá þessu.

Mikið hefur verið fjallað um slæmt útlit orkumála í Evrópu að undanförnu og áhyggjur af stöðu efnahagsmála í álfunni vegna hugsanlegs orkuskorts og hás orkuverðs. Sérstakar áhyggjur eru af þýsku efnahagslífi en þýskt efnahagslíf er aðalmótor evrópsks efnahagslífs.

Janet L. Yellen, fjármálaráðherra, sagði nýlega að Bandaríkjastjórn hafi áhyggjur af slæmum efnahagshorfum í Evrópu vegna stríðsins í Úkraínu.  Hún sagði að Bandaríkjastjórn muni að sjálfsögðu gera allt sem hún getur til að hjálpa Evrópu með gas.

Á síðustu mánuðum hafa Bandaríkin tvöfaldað útflutning sinn á fljótandi gasi til Evrópu og er hann nú um 70% af gasútflutningi landsins. En sá vandi steðjar að að Evrópuríki hafa ekki getu til að taka á móti öllu því gasi sem hægt er að fá frá Bandaríkjunum. Ástæðan er að það þarf að geyma það í sérstökum geymslum og þær eru ekki fyrir hendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Enok Vatnar sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir

Enok Vatnar sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur Birgisson vill Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn – „Ömurlegt“ að hlusta á Bjarna og Sigurð Inga

Vilhjálmur Birgisson vill Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn – „Ömurlegt“ að hlusta á Bjarna og Sigurð Inga
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kristján foxillur: „Vonandi tekur ekki 100 ár að afgreiða þá umsókn“

Kristján foxillur: „Vonandi tekur ekki 100 ár að afgreiða þá umsókn“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Kannski það sé skemmra til kosninga en við vitum“

„Kannski það sé skemmra til kosninga en við vitum“
Fréttir
Í gær

Aktívistar frömdu skemmdarverk á málverki af Karli konungi

Aktívistar frömdu skemmdarverk á málverki af Karli konungi
Fréttir
Í gær

Tekinn próflaus á Suðurlandsveginum og reyndi að koma sökinni upp á annan mann

Tekinn próflaus á Suðurlandsveginum og reyndi að koma sökinni upp á annan mann
Fréttir
Í gær

Ofbeldi gegn stúlkum á Laugalandi – „Trauðla hef ég upplifað það jafn oft að viðmælendur mínir hafi grátið í eins miklum mæli“

Ofbeldi gegn stúlkum á Laugalandi – „Trauðla hef ég upplifað það jafn oft að viðmælendur mínir hafi grátið í eins miklum mæli“
Fréttir
Í gær

Gagnauppsópun fram undan hjá Meta – Þú hefur tvær vikur til að neita að taka þátt

Gagnauppsópun fram undan hjá Meta – Þú hefur tvær vikur til að neita að taka þátt