fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Reykjavíkurborg sefur á verðinum – Leikskólinn Sælukot minni á „fangabúðir“ – Rekinn af samtökum sem hafa„verið bendluð við hryðjuverk“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. september 2022 10:21

Leikskólinn Sælukot. Mynd/Heiða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots, fyrrverandi starfsfólk og móðir barns sem var í leikskólanum gagnrýna andvaraleysi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þar sem enginn hafi enn hlustað á áhyggjuraddir þeirra vegna skólastarfsins sem endurtekið hafi verið komið á framfæri við starfsfólk sviðsins.

Í grein sem birtist á Visir.is í dag undir yfirskriftinni „Leikskólabörn höfð að féþúfu undir hlífiskildi Reykjavíkurborgar“ vekja þær enn og aftur athygli á þessu.

Undir greinina rita þær Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots, María Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðir, Eva Drífudóttir, innanhússarkitekt og fyrrverandi starfsmaður Sælukots, og Kristbjörg Helgadóttir, deildarstjóri og fyrrverandi starfsmaður Sælukots.

Sælukot er einkarekinn leiksóli sem er rekinn af samtökunum ný-húmanistahreyfingunni Ananda Marga sem „hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim,“ segir í greininni. Leikskólinn er við Þorragötu í Litla-Skerjaafirði.

Sjá einnig: Leikskólinn Vinaminni greiddi út 65 milljónir í arðgreiðslur – Sælukot keypti íbúðarhús á Einarsnesi

„Við höfum safnað saman tugum lýsinga áhyggjufullra starfsmanna og foreldra sem ná 10 ár aftur í tímann. Við höfum bent á að leikskólastarfið stenst engar þær kröfur sem gerðar eru til leikskóla á Íslandi. Má þar nefna að starfsfólk er nær undantekningarlaust án fagmenntunnar og er sömuleiðis alltof fáliðað, sérkennsla er engin, viðbrögð rekstrarstjórans við meintu kynferðisofbeldi gagnvart barni voru mjög ófagmannlegar og aðbúnaður barna er slæmur almennt á leikskólanum,“ segir í greininni.

Sjá einnig: Starfsmaður leikskólans Sælukots kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni – Amman segir barnið hafa lært kynferðislega hegðun af manninum

Þar er rifjað upp að í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á sjálfstætt starfandi grunn- og leikskólum í borgunni sem kynnt var í lok ágústmánaðar kemur fram að leikskólinn Sælukot keypti íbúðarhúsnæði. Í úttektinni kemur einnig fram að hagnaður af rekstri Sælukots árið 2020 hafi verið 41,8 milljónir, en þess misskilnings gætir í greininni að greiddur hafi verið út arður það ár að þeirri upphæð. „Á sama tíma var leikskólastarfið í miklu fjársvelti,“ segir í greininni.

Sjá einnig: Fyrrverandi leikskólastjóri sakar lögmann Sælukots um lygar – Andlegt ofbeldi, mannekla og vanræksla á börnum

Í greininni segir að þá sjalda að leikskólakennari hafi sótt um starf á Sælukoti hafi viðkomandi staldrað stutt við. „Það starfsfólk sem gerir kröfur um úrbætur á Sælukoti er jafnan rekið af rekstrarstjóra leikskólans. Lýsingar starfsmanna sem hafa unnið á Sælukoti eru með ólíkindum og minna meira á vist í fangabúðum en á vinnustað. Starfsfólkið lýsir auðvitað líka þungum áhyggjum af börnunum.“

Sjá einnig: Sláandi frásagnir um starfsemi leikskólans Sælukots – „Hvernig stendur á því að svona sé leyft að viðgangast á Íslandi?“

Þá segja þær að því miður virðist velferð barna og faglegt starf gleymast um þessar mundir þegar talað er um skort á leikskólaplássum sem þó sé mergur málsins.

Þeir sem hafa áhuga á að fara í viðskipti og hyggja á skjótan gróða geta greinilega opnað eikarekinn leikskóla, svelt starfið og greitt sér út arð. Það er ekkert mál. Það vitum við sem höfum nú reynt að vekja Reykjavíkurborg upp af þungum svefni um starfsemi leikskólans Sælukots. Eftirlitið er ekkert enda fáránlegt að sami aðili sjái um rekstur leikskóla og sinni eftirliti með þeim. Reykjavíkurborg sem ekki hefur staðið við kosningaloforð um leikskólapláss fyrir foreldra, já og auðvitað börn, lokar ekki leikskólum. Þeim verður haldið opnum út í rauðan dauðann. Borgarfulltrúar, bæði í meiri og minni hluta, vita allt um þetta mál. Nú er spurningin, ætla þeir að gera eitthvað í því?“ spyrja þær.

Hér má lesa greinina í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“