fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Leikskólinn Vinaminni greiddi út 65 milljónir í arðgreiðslur – Sælukot keypti íbúðarhús á Einarsnesi

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 27. ágúst 2022 15:37

Mynd úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sviksemisáhætta er nokkur í rekstri leikskóla, einkum sú áhætta að blanda persónulegum kostnaði eigenda saman við leikskólarekstur,“ segir í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á sjálfstætt starfandi grunn- og leikskólum í borgunni.

Úttektin var kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar í vikunni.

Þar segir einnig: „Hjá Reykjavíkurborg er um mikla orðsporsáhættu að ræða ef rekstur sjálfstætt starfandi skóla samræmist ekki meðferð á opinberu fé.“

Sautján sjálfstætt starfandi leikskólar eru í Reykjavíkur og fá þeir samtals 2,9 milljarða króna í rekstrarframlag frá borginni auk húsnæðisframlags upp á 311 milljónir króna. Engar kvaðir eru af hálfu borgarinnar um arðgreiðslur eða hvernig rekstrarafgangur sem rekja má til opinberra framlaga skuli nýttur.

Nokkrir af þessum leikskólum hafa greitt út arðgreiðslur á síðustu árum. Einn þeirra stefnir í gjaldþrot.

Vinaminni greiðir tugmilljónir í arð

Í skýrslunni sést að leikskólinn Vinaminni í Asparfelli sker sig þarna verulega úr en hann hefur greitt út um 65 milljónir í arðgreiðslur á tveimur árum.

Í skýrslunni segir að hann sé í eigu tveggja hluthafa og annar þeirra sé leikskólastjórinn sem er á launaskrá og fái líka umtalsverðan arð af starfseminni. Einnig segir þar að leikskólinn innheimti svokallað Vinaminnisgjald sem er umfram hámarksheimild í samningi. Leikskólastjórinn er Sólveig Einarsdóttir.

Vinaminni hagnaðist um 26,5 milljónir árið 2020 og um 15 milljónir árið 2019.

Sælukot keypti íbúðarhús í Skerjafirði

Leikskólinn Sælukot í Litla-Skerjafirði er ný-húmanískur leikskóli sem rekinn er af Ananda Marga.

Í skýrslunni segir að Sælukot hafi árið 2019 keypt íbúðarhús að Einarsnesi 8 „en ekki er vitað til hvaða nota.“

Þá segir að fjárhags- og rekstrarstaða Sælukots sé afar sterk, og að langtímalán sem var tekið 2019 hafi verið greitt upp 2020. Hagnaður af rekstri Sælukots nam 41,8 milljónum króna árið 2020 og 15,7 milljónum 2019.

Samkvæmt fyrirtækjaskrá er Ásgeir Jóel Jacobson raunverulegur eigandi Ananda Marga  sem ennfremur er stjórnarformaður.

Arðgreiðslur þrátt fyrir neikvætt eigið fé og stefnir í gjaldþrot

Skólar ehf. reka ungbarnaleikskólinn Ársól í Völundarhúsum en þar er lögð áhersla á heilsueflandi skólastarf.

Árið 2020 nam tap af rekstrinum 36,3 milljónum króna en tapið var 13,5 milljónir árið 2019.

Engu að síður voru greiddar út 14,4 milljónir króna í arð út úr félaginu árið 2019 og 6,5 milljónir árið 2018, eða alls 20,9 milljónir á tveimur árum. Ekki er heimilt samkvæmt lögum að greiða út arð í einkahlutafélagi af neikvæðu eigin fé. Í úttektinni segir að rekstrar- og gjaldhæfi sé óviðunandi og félagið stefni í gjaldþrot. Félagið rekur þrjá aðra leikskóla í öðrum bæjarfélögum.

Einn hluthafi er eigandi að félaginu en samkvæmt ársreikningi er hluthafinn Nice and Spicy. Samkvæmt fyrirtækjaskrá er raunverulegur eigandi Guðmundur Pétursson sem jafnframt er framkvæmdastjóri og stjórnarformaður.

Orðsporsáhætta hjá Reykjavíkurborg

Að mati innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar virðist sem arðgreiðslustefna sé að ganga hægt og bítandi á eigið fé hjá nokkrum skólanna: „Vaxandi skuldasöfnun, einkum ef um er að ræða opinber gjöld, er áhyggjuefni. Sviksemisáhætta er nokkur í rekstri leikskóla, einkum sú áhætta að blanda persónulegum kostnaði eigenda saman við leikskólarekstur, (bifreiðar, íbúðir, matarkostnaður og annar persónulegur kostnaður). Nauðsynlegt er að auka gagnsæi á helstu lykiltölur í rekstri skólanna, s.s. leiguverð á fermeter, matarkostnað á barn, laun stjórnenda og meðallaun,“ segir í úttektinni.

Og ennfremur: „Hjá Reykjavíkurborg er um mikla orðsporsáhættu að ræða ef rekstur sjálfstætt starfandi skóla samræmist ekki meðferð á opinberu fé. Rekstrarframlagið miðar að því að reksturinn standi undir sér, en ekki sé stundaður annars konar hliðarrekstur. Fram kom hjá SFS að skil á ársreikningum séu í sumum tilfellum slæm og kalla þurfi ítrekað eftir gögnum.“

Úttektina í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði