fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Mikil hækkun fasteignaverðs á Akureyri – Utanbæjarfólk kaupir sér aukaíbúð í bænum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. september 2022 09:00

Frá Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verð á íbúðum í fjölbýli á Akureyri hefur hækkað tvöfalt meira en í Reykjavík á árinu. Hækkunin er rúmlega þrefalt meiri en á Selfossi og í Reykjanesbæ. Mjög hefur færst í vöxt að utanbæjarfólk kaupi sér aukaíbúð á Akureyri.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Arnar Birgisson, fasteignasali og eigandi Eignavers, sagði í samtali við blaðið að reykvískir fjárfestar hafi verið að færa sig til Akureyrar. Óvenjuhátt hlutfall íbúðareigenda á Akureyri sé ekki með lögheimili í bænum. „Fólk er að kaupa sér annað heimili á Akureyri. Akureyri er í tísku,“ sagði hann.

Hann sagðist ekki eiga von á að fasteignaverð á Akureyri nái fasteignaverðinu á höfuðborgarsvæðinu í fyrirsjáanlegri framtíð. Markaðurinn muni kólna á Akureyri eins og annars staðar í kjölfar vaxtahækkunar og þrengri lánaskilyrða.

Hvað varðar sérbýli hefur verðþróunin verið nokkuð í takt við það sem gerist annars staðar á landinu. Sagði Arnar ástæðuna vera að það séu Akureyringar sem séu að kaupa sérbýli, ekki utanbæjarfólk.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti
Fréttir
Í gær

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Í gær

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn