fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Sérfræðingur segir að þetta sé að gerast í Kherson núna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. september 2022 07:05

Úkraínskur hermaður með vestrænt vopn. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gagnsókn úkraínska hersins gegn þeim rússneska hófst í Kherson á mánudaginn. Litlar fréttir hafa borist af hvernig sóknin gengur en þó skýrði Washington Post frá því í gær að hart væri barist og mannfall Úkraínumanna væri töluvert. Eru Úkraínumenn sagðir hafa brotist í gegnum varnarlínur Rússa á nokkrum stöðum. Rússneska herliðið er sagt fámennara en stórskotalið þess sé öflugt og valdi Úkraínumönnum vandræðum.

„Ég vil segja þetta: Á þremur dögum virðast Úkraínumenn hafa sýnt getu sína til að skipuleggja og hrinda í framkvæmd flóknum sóknaraðgerðum af miklu meira hugviti en rússneski herinn hefur sýnt á nokkrum tímapunkti í þessu stríðið,“ sagði Phillips O‘Brien, prófessor við University of St. Andrews í Skotlandi, á Twitter á miðvikudagskvöldið.

Þrátt fyrir þetta jákvæða mat hans á aðgerðum úkraínska hersins þá er mörgum spurningum enn ósvarað um gang sóknar þeirra.  Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðing hjá danska varnarmálaskólanum, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að þrjár mikilvægustu spurningarnar séu:

Hver er styrkur stríðsaðilana?

Hversu stórar gagnárásir geti Úkraína gert í einu?

Hversu veikburða eru Rússarnir eftir margra mánaða erfiðleika?

Hann sagði að það sé hægt að segja með vissu að Rússar sýni veikleikamerki. Í upphafi gagnsóknarinnar hafi Úkraínumenn komist í gegnum varnarlínur þeirra en það hefði ekki gerst ef Rússar væru með fullan styrk. Einnig sé spurning hvort þetta séu svæðisbundin veikleikamerki hjá Rússum og þeir geti fært hersveitir til og stoppað í götin eða hvort þetta sé til merkis um að þeir standi illa að vígi alls staðar vestan við Dnipor. Hann sagðist telja líklegast að um svæðisbundna veikleika sé að ræða en þetta séu fyrstu merkin um að hernaðartaktík Úkraínumanna, að ráðast á birgðalínur Rússa, sé að virka.

Hann sagði að óvissan um gang sóknarinnar sé vegna þess að Úkraínumenn haldi spilunum þétt að sér og hafi beðið fólk um að vera ekki að skýra frá hugleiðingum sínum um gang sóknarinnar. Þeir vilji ekki veita Rússum neinar upplýsingar sem þeir geti nýtt sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Í gær

Sérsveitin send inn í ranga íbúð

Sérsveitin send inn í ranga íbúð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós