fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Ók utan vegar í Grafarvogi – Reiðhjólamaður slasaðist

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. ágúst 2022 06:12

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var ökumaður kærður fyrir akstur utan vegar í Grafarvogi. Að auki var hann kærður fyrir að vera með tvö nagladekk undir bifreið sinni. Á sjötta tímanum í gær datt maður af reiðhjóli í Kópavogi. Hann var blóðugur í andliti, skrámaður á höndum, skurð á höfði og líklega nefbrotinn. Áfengislykt lagði frá vitum hans. Maðurinn talaði ekki íslensku og vildi ekki þiggja neina aðstoð og gekk á brott frá lögreglu og sjúkraliði.

Í Miðborginni var maður, sem var í annarlegu ástandi, handtekinn á tólfta tímanum. Ítrekað var búið að kvarta undan manninum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á tíunda tímanum var ökumaður handtekinn á Reykjanesbraut í Kópavogi. Hann er grunaður um nytjastuld ökutækis, að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og vörslu fíkniefna.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og var um ítrekað brot hjá honum að ræða á þeirri sviptingu.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum í Breiðholti síðdegis í gær.

Einn ökumaður var kærður fyrir akstur gegn rauðu ljósi í Garðabæ.

Skemmdir voru unnar á sjálfsala við bensínsölu í Hafnarfirði. Reynt hafði verið að komast að seðlageymslu sjálfsalans en það tókst ekki.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var maður, í annarlegu ástandi, handtekinn við Smáratorg. Hann hafði verið að áreita fólk og er einnig grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg