fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Zelenskyy segir að allir Rússar sem skjóta á kjarnorkuver verði sérstakt skotmark

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 06:59

Zaporizjzja kjarnorkuverið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margoft hefur verið skotið á Zaporizjzja kjarnorkuverið í Úkraínu á síðustu dögum. Dælustöð og spennistöð hafa orðið fyrir skotum. Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, segir að úkraínskar sérsveitir muni elta hvern einasta hermann uppi, sem ógnar kjarnorkuöryggi Evrópu, með því að skjóta á kjarnorkuver.

BBC skýrir frá þessu.

Rússar hafa verið með kjarnorkuverið, sem er það stærsta í Evrópu, á sínu valdi síðan í mars. Úkraínskir starfsmenn sjá þó um rekstur versins. Zelenskyy hefur sakað Rússa um að breyta kjarnorkuverinu og nánasta umhverfi þessi í herstöð.

Orð Zelenskyy má rekja til þess að Rússar virðast skjóta á úkraínska bæi frá kjarnorkuverinu því þeir reikna með að Úkraínumenn þori ekki að svara skothríðinni.

Stríðsaðilarnir hafa kennt hvor öðrum um að hafa skotið á kjarnorkuverið. Úkraínumenn telja að Rússar séu meðvitað að reyna að valda tjóni á verinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Sterkari vitund um það hvað Þjóðhátíðin í Eyjum er í raun og veru hún er ekki bara hátíð; hún er hjarta samfélagsins“

„Sterkari vitund um það hvað Þjóðhátíðin í Eyjum er í raun og veru hún er ekki bara hátíð; hún er hjarta samfélagsins“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku
Fréttir
Í gær

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið