fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Yfirmaður hjá úkraínsku leyniþjónustunni segir að Pútín noti staðgengil – Segir að þetta komi upp um hann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 06:06

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyrylo Budanov, yfirmaður hjá úkraínsku leyniþjónustunni segir að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, notist við staðgengil eða staðgengla, tvífara, við hin ýmsu tækifæri. Þessu til staðfestingar bendir hann á eitt atriði sem hann segir að komi upp um Pútín og staðgenglana.

Budanov kom fram í sjónvarpi fyrr í vikunni til að ræða um Pútín og tvífara hans. The Sun skýrir frá þessu. Orðrómar hafa lengi verið á kreiki um heilsufar Pútíns og að hann notist hugsanlega við tvífara við hin ýmsu tækifæri. Einn orðrómurinn gengur raunar út á að Pútín sé dáinn og tvífari hans komi fram til að tryggja að rússneska þjóðin telji Pútín vera á lífi.

En Budanov gekk nú ekki svo langt að halda því fram að Pútín sé dáinn en sagði að hann notist oft við staðgengla. Hann sagði að það sem sanni þetta séu eyru Pútíns. „Eyrun eru öðruvísi . . . þau eru eins og fingraför, eyru sérhvers einstaklings eru einstök,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að staðgengill eða staðgenglar Pútíns „noti öðruvísi jakkaföt, framkoma þeirra sé öðruvísi, göngulagið sé öðruvísi og ef vel sé að gáð sé stundum hægt að sjá hæðarmun“.

Budanov hefur áður sagt að hugsanlega hafi tvífari Pútíns verið með í för þegar forsetinn fór til Teheran í Íran í júlí, eða þá að tvífari hafi verið sendur í stað Pútíns. „Pútín“ hafi verið undarlegur að sjá þegar hann gekk niður tröppurnar úr flugvél sinni og þess utan hafi hann verið kvikari í hreyfingum og frískari að sjá en að undanförnu. Að mati Budanov bendir þetta til að um tvífara hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“