fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Telur að Rússar séu að tapa stríðinu – Það hefur aukna hættu í för með sér

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 06:54

Rússneskir hermenn í Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski björnin hefur ekki verið viðkvæmari síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Það gerir hann enn hættulegri.

Þetta er mat Tormod Heier, prófessors við norska herskólann. Í samtali við Norska ríkisútvarpið sagðist hann telja að Rússland hafi ekki verið svo viðkvæmt síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Ástæðan er fjöldi mistaka sem Rússar hafa gert í stríðinu í Úkraínu.

Hann sagði að Rússar hafi gert fjölda mistaka í stríðinu og segist telja að þeir geti ekki unnið það með beitingu hefðbundins herafla.

„Er Rússland að tapa stríðinu í Úkraínu?“ var hann spurður og svarið var: „Já, það myndi ég segja. Þetta er stríð sem var heldur aldrei hægt að vinna hernaðarlega séð.“

Hann sagði að ef ráðist sé á annað land þurfi að hafa þrisvar sinnum fleiri hermenn en það til að geta sigrað. Það hafi Rússar ekki. „Með sína 190.000 hermenn hefðu þeir þurft að vera með að minnsta kosti hálfa milljón til að geta sigrað í stríðinu í Úkraínu. Af þessu sökum sáum við þá draga mjög úr markmiðum sínum eftir nokkrar vikur til að geta hertekið þau svæði í austurhluta Úkraínu sem aðskilnaðarsinnar höfðu á valdi sínu,“ sagði hann.

Hann sagði að þetta hafi því miður í för með sér aukna hættu á að Rússar beiti kjarnorkuvopnum. Ástæðan fyrir því sé að særður björn sé hættulegur björn.

„Markmiðið með hervaldi er að sækja fram pólitískt. En þess í stað eru Rússar orðnir einangraðri í Evrópu. Þeir hafa í grunninn tapað meiru en þeir hafa unnið,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“