fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

„Skrímslahermenn“ úr úkraínskum rannsóknarstofum og fleiri ótrúlegar staðhæfingar Rússa

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 06:02

Úkraínskir hermenn við víglínuna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarstofur í Úkraínu þar sem tilraunir hafa verið gerðar á hermönnum og þeim breytt í skrímsli. Allt með stuðningi Bandaríkjamanna. Þetta er svo ótrúlegt að þetta gæti verið söguþráðurinn í nýrri kvikmynd um Max Otto von Stierlitz, sem er rússneska útgáfan af James Bond. En þetta er ekki tekið úr kvikmynd, þetta eru ásakanir sem háttsettir rússneskir stjórnmálamenn hafa sett fram.

Konstantin Kosachev og Irina Yarovayav, sem eru varaformenn þingdeilda rússneska þingsins, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í síðustu viku þar sem þau sögðu að úkraínskum hermönnum hafi verið breytt í „hræðileg skrímsli“ í leynilegum tilraunum í rannsóknarstofum í Úkraínu. Rannsóknarstofum sem hafi verið starfræktar með stuðningi Bandaríkjanna.

„Það hafa verið gerðar tilraunir á úkraínsku landsvæði með mjög hættulega sjúkdóma sem er hægt að nota í hernaðarlegum tilgangi við ákveðnar kringumstæður,“ sagði Kosachev að sögn TV2.

Yarovayav tók undir orð hans, án þess að leggja fram nokkrar sannanir, um að úkraínsk yfirvöld noti kerfisbundið efnavopn gegn úkraínsku þjóðinni. „Þau efni, sem eru enn gefin til að gera út af við síðustu leifar mannlegrar meðvitundar og breyta þeim í hræðileg og banvæn skrímsli, staðfesta þetta,“ sagði hún

Rússnesk stjórnvöld hafa einnig sakað nágranna sína í Úkraínu um að hafa reynt að dreifa banvænum sjúkdómum á þeim svæðum sem eru á valdi Rússa. Niðurstaða þriggja mánaða langrar rannsóknar á vegum rússneska þingsins var að Úkraínumenn hefðu meðal annars reynt að koma berklasmiti fyrir á peningaseðlum og dreifa þeim síðan í Lukhansk og Donetsk sem hafa lýst yfir sjálfstæði frá Úkraínu. Einnig eru Úkraínumenn sagðir hafa reynt að búa til gas sem geti valdið kolbrandi. En Rússar hafa ekki lagt fram neinar sannanir fyrir þessum fullyrðingum sínum.

Yarovaya er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að setja fram samsæriskenningar án þess að leggja fram nokkrar sannanir fyrir þeim. Hún hefur til dæmis haldið því fram að Úkraína og Bandaríkin standi á bak við heimsfaraldur kórónuveirunnar og fjölda annarra sjúkdóma. Hún sagði að í tilraunaglösum í bandarískum rannsóknarstofum í Úkraínu eigi að leita að fugla- og svínainflúensu, kórónuveirunni og apabólu.

 .

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“