fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Úkraínsk leyniskytta drap „Böðulinn“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. júní 2022 05:57

Vladimir Andonov betur þekktur sem „Böðullinn“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn felldi úkraínsk leyniskytta Vladimir Andonov, 44 ára, nærri Kharkiv. Hann var málaliði á vegum Wagnerhópsins svokallaða. Úkraínumenn þekktu hann sem „Böðulinn“ og sökuðu hann um að hafa staðið á bak við fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum í Logvinovo í Donbas 2014.

Daily Mail segir að Andonov hafi einnig verið þekktur fyrir að drepa óbreytta borgara. Hjá Rússum var hann þekktur sem „Vakha“ eða „Sjálfboðaliðinn frá Buryatia“.

Rússneska dagblaðið Moskovskij Komsomolets segir að hann hafi verið skotinn af úkraínskri leyniskyttu aðfaranótt sunnudags þegar hann tók þátt í næturverkefni.

Andonov gegndi herþjónustu í rússneska hernum frá 1997 til 2005. Þá hóf hann kennaranám en hætti áður en hann lauk því. Hann fór sem sjálfboðaliði til Úkraínu 2014 þegar átökin brutust út í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, með stuðningi Rússa, sölsuðu hluta Donbas undir sig.

Hann var skráður í Olkhon-sérsveitina sem barðist í Donbas.  Úkraínumenn sökuðu hann um að hafa tekið þátt í fjöldamorðum á stríðsföngum og almennum borgurum í Logvinovo og víðar í Donbas.

Hann er talinn hafa verið í Úkraínu til 2017 en þá hélt hann heim á leið. Hann eyddi öllum sporum eftir sig á samfélagsmiðlum en talið er að hann hafi barist með Wagnerhópnum í Sýrlandi og Líbíu árin á eftir. Wagnerhópurinn er orðlagður fyrir grimmd og níðingsverk, þar á meðal fjöldamorð, pyntingar og morð af handahófi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Innlagnir sjúklinga í mikilli offitu eyðilögðu útboð

Innlagnir sjúklinga í mikilli offitu eyðilögðu útboð
Fréttir
Í gær

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa
Fréttir
Í gær

Sigríður ber fullt traust til saksóknarans og leiðréttir Morgunblaðið

Sigríður ber fullt traust til saksóknarans og leiðréttir Morgunblaðið
Fréttir
Í gær

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum