fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Ótrúlega lélegur búnaður rússneska hersins – Límband og tæki frá áttunda áratugnum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. maí 2022 05:50

Íbúar í Kyiv ræða saman við hlið ónýtrar rússneskrar herflugvélar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski herinn notar límband, 40 ára gömul vegakort og búnað frá Sovéttímanum í stríðinu í Úkraínu. Í mörgum þeirra rússnesku flugvéla sem hafa hrapað í Úkraínu hafa GPS-tæki fundist límd við mælaborðið. Fregnir hafa borist af því að flugmennirnir kaup sjálfir slík tæki til að geta ratað því tæjabúnaður vélanna er svo lélegur.

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í ræðu hjá National Army Museum að innrás Rússa væri „sjálfseyðandi“ og að flest bendi til að rússneski herinn hafi verið kominn að þolmörkum þegar Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar.  „Rússneskar sprengjuflugvélar, sem hafa hrapað, hafa verið með GPS-tæki límd beint við mælaborðið því þeirra eigin tæki eru svo léleg,“ sagði Wallace.

Hann sagði að „Rússar elski að halda hersýningar til að sýna mikið magn hernaðartækja“ en tækin séu oft svo gömul og úrelt að flugmennirnir fari villur vegar og varpi sprengjum á röngum stöðum.

Í mörgum rússneskum herökutækjum hafa fundist vegakort frá því á níunda áratugnum.

Rússar nota SU-34 flugvélar í Úkraínu. Þær voru upphaflega framleiddar fyrir sovéska herinn í byrjun tíunda áratugarins en eru meðal þeirra flugvéla sem Rússar nota mest í Úkraínu. Hernaðarsérfræðingur Forbes gaf þeim ekki háa einkunn og sagði þær vera svo lélegar, meira að segja nýjustu útgáfurnar, að mikill fjöldi þeirra „hrapi nánast af himninum“ yfir Úkraínu.

Í stríðinu hefur komið í ljós að útbúnaður rússneska hersins er ótrúlega lélegur. Úkraínski herinn hefur birt myndband þar sem rússneskur dróni, sem er notaður til eftirlits, sést og er honum haldið saman með límbandi og bensínlokið er af flösku því upprunalega lokið virðist hafa glatast.

Meðal þess sem rússneskar hersveitir hafa skilið eftir sig þegar þær hafa hörfað undan Úkraínumönnum eru sáraumbúðir sem voru með síðasta notkunardag 1979.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur