Ökumaðurinn komst þó ekki langt því fljótlega ók hann á aðra bifreið. Þá ákvað hann að reyna að hlaupa frá lögreglumönnunum en það tókst ekki. Þeir náðu honum og handtóku en ökumaðurinn veitti töluverða mótspyrnu . Hann er nú í fangageymslu og bíður þess að verða yfirheyrður. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og að auki var hann með meint fíkniefni í fórum sínum. Enginn slasaðist í árekstrinum.
Fjórir aðrir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, við hefðbundið eftirlit lögreglu, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tveir ökumenn til viðbótar voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis en þeir höfðu báðir lent í umferðaróhöppum.
Ökumaður einn varð fyrir því óláni að aka á girðingu nágranna síns. Við skoðun kom í ljós að hann er ekki með ökuréttindi.
Í Hafnarfirði var rútu ekið utan í lögreglubifreið sem skemmdist lítillega.