fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Gaslýsing leigjenda í boði svikulla stjórnvalda – Leigjendur dæmdir til að vera auðlind fjármagnseigenda

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. maí 2022 15:30

Sigurður Ingi og Guðmundur Hrafn eru ekki sammála.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Leigumarkaðurinn er hamfarsvæði þar sem réttindi leigjenda eru lítil og illa varin, þar sem öryggi þeirra er fyrir borð borið og þar sem afkomuótti, streita, fátækt og heilsubrestur ríkja sem bein afleiðing af ástandinu,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson,  formaður Samtaka leigjenda á Íslandi, í grein sem birtist á Vísir.is. „Fátækt á leigumarkaði er alvarlegt vandamál sem kostar þá sem búa við hana gríðarlega mikla streitu sem bæði erfist og dregur úr heilbrigði og lífslíkum.“

Í greininni gagnrýnir Guðmundur harðlega breytingar á húsaleigulögum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, boðar með frumvarpi sem hann lagði fram fyrr í þessum mánuði. Sigurður Ingi hefur sagt að breytingarnar eigi að auka húsnæðisöryggi og bæta réttarstöðu leigjenda, og mælir fyrir skráningarskyldu á leigusamningum. Guðmundur segir þessa skráningarskyldu góða og gilda. „En hann segir jafnframt að sú framkvæmd muni tryggja húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjenda sem er langsótt firra svo ekki sé dýpra í árinni tekið,” segir hann.

Blaut tuska í andlit leigjenda

Guðmundur segir að það sé því blaut tuska í andlit leigjenda og gaslýsing þegar stjórnvöld koma „makindaleg með stillingu, hógværð og tómlæti á frottéslopp inn á hið félagslega hamfarasvæði sem leigumarkaðurinn er og boða engar breytingar á velferð leigjenda. Leigjendur sem hafa búið við sífellt verri og íþyngjandi skilyrði og verðlagningu á leigumarkaði í rúman áratug geta bara haldið áfram að éta það sem úti frýs á meðan ráðamenn vilja safna tölum, tölum sem hugsanlega munu upplýsa stjórnvöld um breytingar á leigumarkaði á komandi misserum.“

Sjá einnig: Leigusalar orðnir að klerkastétt – Hvetja til að taka rafmagnið af ef leigjandi stendur ekki í skilum

Sigurður Ingi segist byggja tillögur sínar á vinnu starfshóps Þjóðhagsráðs um umbætur á húsnæðismarkaði. Árið 2019 skrifuðu stjórnvöld undir yfirlýsingu til að tryggja lífskjarasamninginn og í skýrslu starfshópsins var að finna tillögur að alvöru réttarbótum fyrir almenning, að mati Guðmundar.

„Þetta voru loforð sem núverandi stjórnvöld undirgengust og mæltu fyrir og þau loforð þarf að efna,” segir hann.

Eini fulltrúi leigjenda í hópnum

Guðmundur sat sjálfur tvo fundi sem fulltrúi leigjenda í 23ja manna undirhópi um málefni leigumarkaðarins sem eini fulltrúi leigjenda og lagði hann þar fram fjölda atriða um það sem betur mætti fara á leigumarkaðnum, en þeim hafi öllum verið hafnað eða þær hunsaðar.

Þá bendir hann á að í frumvarpi að breytingum á húsaleigulögum sem lagt var inn í samráðsgátt Alþingis 2020 hafi verið að finna ákvæði um svokallað leigubremsu sem takmarki möguleika leigusala á að hækka leigu umfram vísitölu, og hafi ASÍ, BHM og BSRB barist harkalega fyrir þessu atriði. Stjórnvöld hafi hins vegar svikist um að koma leigubremsunni á.

Leigjendur auðlind fyrir fjármagnseigendur

Stjórnvöld hafi síðan í yfirlýsingu sinni í tengslum við lífskjarasamninginn lofað stuðningi við hagsmunasamtök leigjenda, en það ekki heldur verið efnt, þrátt fyrir ítrekaðar óskir Samtaka leigjenda á Íslandi þar sem Guðmundur er formaður.

„Það er ekki mikils að vænta frá stjórnvöldum sem fara fram með slíku taktleysi og tómlæti og svíkja loforð sín hægri vinstri. Það er greinilegt að leigjendur eru dæmdir til þess að vera áfram auðlind fyrir fjármagnseigendur á fasteignamarkaði. Hnignandi velferð þeirra sem búa á leigumarkaði, hvort sem er barna, ungmenna, fullorðinna og eldri borgara, telja stjórnvöld réttmætan fórnarkostnað,“ segir hann.

Greina í heild sinni má nálgast hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“