fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Valdimar ekki fordæmdur á samfélagsmiðlum eftir atvikið í Nettó

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. maí 2022 12:59

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gífurlegur samfélagsmiðlastormur sem upphófst seint á þriðjudagskvöld gegn ljóðskáldinu Valdimar  Tómassyni virðist hjaðnaður með öllu. Þegar umfjöllun færðist af samfélagsmiðlum yfir á hefðbundna fjölmiðla í gær, DV og Vísi, fór samfélagsmiðlaumræða um málið að þróast skáldinu í hag.

Málið er í stuttu máli það að Valdimar var staðinn að því að mynda í leyfisleysi 3ja ára stúlkubarn í Nettó á þriðjudag. Kona sem tengist foreldrum barnsins birti myndir af Valdimar sjálfum og afar harðorða FB-færslu um hann, sem hún bað um að yrði deilt sem víðast. Í færslunni varaði hún foreldra við Valdimar. Umræður undir færslunni voru á þá lund að hér væri barnaníðingur á ferðinni.

Á miðvikudagsmorgun hafði færslu konunnar verið deilt 700 sinnum á Facebook og ummæli undir færslum voru margfalt fleiri. DV ræddi við Valdimar í gær sem sagðist miður sín yfir atvikinu en honum hefði ekki gengið neitt illt til. Bar hann við hugsunarleysi:

„Ég var staddur þarna í Nettó í Mjódd í gærkvöldi og sé þá unga stúlku taka upp drullusokk og veifa honum. Mér fannst þetta vera táknrænt  fyrir hvernig að pólitíkin og þjóðfélag okkar er og ekki síður vonaði ég að hún myndi ekki kynnast fleirum slíkum. Í hugsunarleysi tók ég upp símann og tók myndir af henni.“

Fjölda ummæla var að finna undir fréttum DV og Vísis af málinu í gær, flest voru þau heldur á bandi Valdimars. Kjarninn var sá að framferði hans hefði verið dómgreindarlaust en óhæft væri að útmála hann sem barnaníðing vegna þess. Eftirfarandi ummæli konu einnar fanga kjarnann í umræðunni:

„Mikið er þetta sorglegt mál á allar hliðar. Auðvitað hefði maðurinn betur sleppt þessari myndatöku. Og ef aðstæður voru þannig að hann heillaðist af myndefninu í augnablikinu og vildi ná því á mynd áður en það liði hjá, sem er sennilega það sem olli hugsunarleysinu. Þá hefði verið eðlilegast að hann léti foreldrana vita eftir á og sýnt þeim myndirnar og gert grein fyrir því í hvaða tilgangi þær voru teknar og beðið um leyfi til að eiga þær. En óháð þessu finnst mér það sorglegt að það sé svo gott sem lög að ef einhver myndar barn, hvort sem hann átti að gera það eða ekki, þá hljóti eitthvað kynferðislegt að liggja á bak við það. Auðvitað er það ekkert grín að taka eftir því að einhver sem maður þekkir ekki er að taka myndir af barni sem er honum óviðkomandi og eðlileg viðbrögð að vilja fá svör við slíku. En hvar erum við sem samfélag stödd ef okkar fyrsta hugmynd er alltaf að eitthvað kynferðislegt hljóti að vera í gangi? Þá er ég ekki að meina að það sé alltaf rugl og ekkert slíkt sé í gangi heldur þvert á móti. Það er orðið svo algengt og „eðlilegt“ að lesa fréttir um kynferðisbrot gegn fullorðnum og börnum að það er kannski ekki nema von að það sé það fyrsta sem okkur dettur í hug í svona aðstæðum. Það er sorglegt, sama hvernig á það er litið.“

Ekki #metoo mál

Eins og hvert mannsbarn veit hefur umræða um kynferðisbrot verið afar mikil hér á landi undanfarin misseri. Þekktir menn sitja eftir með laskað mannorð og atvinnumissi eftir ásakanir um kynferðisbrot, sem ekki eru sannaðar fyrir dómi, og jafnvel ásakanir um hegðun sem telst ekki til lögbrota en þykir ámælisverð og meiðandi. Sumir slíkra manna hafa dregið sig sjálfviljugir í hlé og gengist við brotum sínum.

Ekki örlar á neinu af þessu tagi hvað varðar mál Valdimars. Aðgerðahópurinn Öfgar hefur ekki minnst orði á það og ekki heldur fólk í stóru stuðningsmannaliði Öfga. Opni Facebook-hópurinn „Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu“ er mjög áberandi í umræðunni og þar er umræðu haldið mjög á forsendum þolenda. Ekki hefur verið minnst einu orði á þetta mál þar.

Verkfræðingurinn Valur Arnarson er einn mest áberandi stuðningsmaður Öfga-hópsins og lætur mjög til sín taka í umræðu um kynferðisbrot. Í stuttu spjalli við DV segir Valur að mál Valdimars sé allt annars eðlis en metoo-málin sem hafa komið upp undanfarið:

„Þar er enginn sjáanlegur þolandi nema hugsanlega foreldrar sem verður brugðið við atvik sem er kannski ekki eins alvarlegt og lítur út fyrir í fyrstu og svo auðvitað Valdimar sjálfur, sem verður fyrir storminum, líka svolítið út af sínum eigin klaufaskap,“ segir Valur.

Konan sem kom storminum af stað með FB-færslu sinni bætti í gær við tveimur herskáum færslum í viðbót. Konan hefur núna eytt öllum þessum færslum. Það segir e.t.v. sína sögu um stöðuna á þessu máli. Því virðist vera lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur