fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Úkraína og NATÓ trúa á sigur í stríðinu – En hvað flokkast sem sigur?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. maí 2022 05:42

Úkraínskir hermenn við merki á landamærum Úkraínu og Rússlands. Mynd:Úkraínski herinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hefur stríðið í Úkraínu staðið yfir í þrjá mánuði og margir tala hátt um möguleika Úkraínumanna á að sigra. Það eru ekki aðeins stjórnmálamenn sem ræða þennan möguleika, það gera hernaðarsérfræðingar einnig og Úkraínumenn draga ekki af sér í þessari umræðu. Meira að segja Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATÓ, hefur haft orð á þessu.

Samhliða þessari umræðu hefur ný umræða blossað upp meðal hernaðarsérfræðinga og fleiri. Hún snýst um hvað megi telja úkraínskan sigur? Er það þegar Úkraínumenn hafa náð öllum herteknum svæðum aftur á sitt vald? Þar á meðal Donbas og Krímskaga sem var innlimaður í Rússland 2014.

Eða mun Úkraína, og jafnvel Vesturlönd, sætta sig við að rússneski herinn verði rekinn aftur til þeirra staða þar sem hann hélt sig áður en innrásin hófst þann 24. febrúar?

Kyrylo Budanov, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, sagði nýlega í samtali við Sky News að átökin verði að mestu yfirstaðin um næstu áramót og að þá muni Úkraínumenn hafa náð öllum þeim landsvæðum sem þeir hafa misst, þar á meðal Donbas og Krím, á sitt vald.

Á sunnudaginn sagði Jens Stoltenberg að Úkraínumenn geti sigrað í stríðinu en til þess að svo fari verði Vesturlönd að halda áfram að láta þeim vopn í té.

Að margra mati er Krím stóra spurningin í þessu öllu. Úkraínumenn vilja ná Krím aftur á sitt vald og hafa ekki farið leynt með það. Bæði þeir og NATÓ líta þannig á málið að aðeins sé hægt að ná varanlegri og þolanlegri stöðu í samskiptunum við Rússland með því að vinna góðan hernaðarlegan sigur á þeim.

Margir hernaðarsérfræðingar telja að á næstunni muni Úkraínumenn bæta í sóknarþunga sinn í suður- og austurhluta Úkraínu og ekki sé útilokað að þeir hafi náð Donbas á sit vald í lok árs sem og Kherson og Maríupól. En þá stendur Krím enn út af borðinu.

Eins og staðan er núna njóta Úkraínumenn mikils stuðnings á Vesturlöndum og fá mikla aðstoð í baráttunni við Rússa. En sumir sérfræðingar telja að dregið geti úr þessum velvilja Vesturlanda ef til þess kemur að Úkraínumenn taki stefnuna á Krím. Þá muni áhrif verðhækkana fara að segja til sín hvað varðar almenningsálitið og geti dregið úr vilja Vesturlanda til að styðja við bakið á Úkraínumönnum í tilraunum þeirra til að ná Krím á sitt vald.

Sú hernaðaráætlun sem Rússar lögðu af stað með í þennan leiðangur er fallin um sjálfa sig en í henni fólst að þeir sóttu fram úr mörgum áttum á mörgum vígstöðvum. Í dag beina þeir kröftum sínum að austurhluta Úkraínu. Þar hafa þeir styrkt stöðu sína örlítið eins og staðan er núna en sérfræðingar telja að til langs tíma litið séu horfurnar þar betri fyrir Úkraínumenn. Eftir því sem tíminn líði verði þeir betur í stakk búnir til að hefja gagnsókn. Innan tveggja mánaða verð þeir komnir með nægilega mikið stórskotalið til að geta hafið sókn. Annað sem gerir Rússum erfitt fyrir er að Úkraínumenn geta kallað allt að eina milljón manna til herþjónustu og vopnað þá á skömmum tíma. Rússar geta ekki gert neitt álíka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur