Sky News segir að Biden hafi sagt að Pútín hafi talið að innrásin myndi kljúfa NATÓ og Evrópusambandið. En þvert á móti hafi Bandaríkin og mörg Evrópuríki sameinast um að standa þétt að baki Úkraínu og hafi samstaða þeirra aukist við innrásina.
Pútín hefur lengi kvartað undan því sem hann telur vera laumuspil NATÓ við að þokast nær Rússlandi með því að vinna með ríkjum sem tilheyrðu Sovétríkjunum áður. Úkraína og vestrænir bandamenn landsins hafa alltaf þvertekið fyrir að Rússlandi stafi ógn af þeim.
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sagði í gær að reikna megi með að umsóknarferli Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu muni hugsanlega taka marga áratugi.