fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Segja að Bandaríkin hafi átt hlut að máli þegar Moskvu var sökkt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. maí 2022 05:30

Moskva að sökkva. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upplýsingar, sem Bandaríkjamenn létu Úkraínumönnum í té, urðu til þess að úkraínski herinn gat staðsett og síðan ráðist á flaggskip Svartahafsflota Rússa, Moskvu, en því var sökkt þann 14. apríl. Úkraínumenn skutu þá tveimur flugskeytum á það og hæfðu.

CNN og NBC skýra frá þessu. Segja miðlarnir að Bandaríkjamenn hafi látið Úkraínumönnum í té upplýsingar sem urðu til þess að Úkraínumenn gerðu árás á skipið. Úkraínumenn eru sagðir hafa séð rússneskt herskip í Svartahafi og hafi haft samband við Bandaríkin til að fá staðfest að þar væri um Moskvu að ræða. Þegar sú staðfesting fékkst frá Bandaríkjunum skutu Úkraínumenn flugskeytum á skipið sem var þá um 60 til 65 sjómílur sunnan við Odesa.

Ekki er vitað hvort Bandaríkjamenn hafi vitað að Úkraínumenn ætluðu að ráðast á skipið. Bandaríkjamenn komu ekki að þeirri ákvörðun segir CNN.

Ekki hefur verið skýrt frá þessu áður. NBC News segir að bandarískir embættismenn hafi áhyggjur af viðbrögðum Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, af fréttum um að Bandaríkin láti Úkraínu upplýsingar í té er varða stríðið. Í gær var skýrt frá því að upplýsingar frá Bandaríkjamönnum hafi átt sinn þátt í að Úkraínumönnum hefur tekist að fella fjölda rússneskra herforingja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur