fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Ákveðið að byggja þjóðarleikvang innanhússíþrótta í Laugardalnum – Enn bíður knattspyrnan

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. maí 2022 15:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríki og Reykjavíkurborg eru sammála um að ráðast í byggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki 2025.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um byggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum. Þjóðarhöllin mun uppfylla kröfur fyrir alþjóðlega keppni í innanhússíþróttagreinum og stórbæta íþróttaaðstöðu fyrir skóla og íþróttafélög í Laugardal. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Sameiginleg fjármögnun

Ríki og Reykjavíkurborg munu tryggja fjármögnun á stofnkostnaði í sínum langtímaáætlunum. Kostnaðarmat mun liggja fyrir eftir frumathugun og endanlega hönnun. Ákveðið hefur verið að kostnaðarskipting taki mið af nýtingu mannvirkisins sem og þeim kröfum sem hvor aðili hefur; ríkið vegna þarfa sérsambanda og alþjóðlegra krafna til keppnisaðstöðu landsliða og Reykjavíkurborg vegna þarfa íþróttafélaga og íþróttakennslu.

Þegar liggja fyrir greiningar á þörfum sérsambanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fyrir æfingar og keppnir landsliða og á þörfum Reykjavíkurborgar vegna íþróttafélaga og íþróttakennslu skóla.

Samkeppni um hönnun og útlit

Sérstök framkvæmdanefnd verður stofnuð um þjóðarhöll í innanhússíþróttum sem mun sjá um frumathugun og undirbúning á fyrirkomulagi byggingaframkvæmda, s.s. vegna hönnunar, tæknilegrar útfærslu, rekstrarforms og hvernig staðið verður að fjármögnun. Notkunarmöguleikar mannvirkisins verða kannaðir til hlítar.

Ríki og borg munu standa sameiginlega að hugmyndasamkeppni um hönnun mannvirkis og útlit og eru sammála um að leggja kraft í verkið. Stefnt er að því að framkvæmdum sé lokið árið 2025.

Áfram unnið að leikvangi fyrir frjálsíþróttir og knattspyrnu

Áfram verður unnið að undirbúningi þjóðarleikvangs fyrir frjálsíþróttir í Laugardal og þjóðarleikvangs í knattspyrnu. Markaðskönnun vegna þjóðarleikvangs í knattspyrnu verður unnin með það að markmiði að draga fram skýra valkosti um næstu skref í uppbyggingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur