fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Öllu starfsfólki Eflingar sagt upp

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. apríl 2022 04:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á stjórnarfundi Eflingar í gær lagði Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður félagsins, til að öllu starfsfólki félagsins yrði sagt upp störfum. Tillagan var samþykkt af átta manna meirihluta B-lista sem Sólveig Anna er í forystu fyrir.

Vísir.is skýrir frá þessu. Fram kemur að uppsagnirnar séu hluti af breytingartillögu til stjórnar um að umfangsmiklar skipulags- og rekstrarbreytingar verði gerðar á skrifstofu Eflingar. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir breytingum á ráðningarkjörum allra starfsmanna félagsins og af þeim sökum er starfsfólkinu sagt upp. Uppsagnirnar eiga að taka gildi um næstu mánaðamót. Öll störfin verða auglýst og krafa verður gerð um að starfsfólk vinni uppsagnarfrestinn.

Fulltrúar minnihlutans í stjórninni gagnrýndu tillöguna harðlega en hún var lögð fram á fyrsta starfsdegi Sólveigar Önnu sem formanns og á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar sem tók við á aðalfundi félagsins síðasta föstudag. Vísir segist hafa heimildir fyrir að Sólveig hafi ekki mætt til vinnu á fyrsta starfsdegi, hafi látið nægja að sitja stjórnarfundinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu