fbpx
Fimmtudagur 26.janúar 2023
Fréttir

Segir ofsagt að meirihlutinn í Kópavogi sé fallinn – „Þau þekkja mig bara af góðu“

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 18:01

Karen Elísabet Halldórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og ætlar að sitja út kjörtímabilið sem óháð. Hún segir í samtali við DV að hún hafi lýst því yfir við bæjarfulltrúa meirihlutans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, að hún muni styðja meirihlutasamstarfið sem óháður fulltrúi. Hún segir ofsagt að tala um að meirihlutinn í Kópavogi sé fallinn.

Tilkynnt var í dag að Karen Elísabet er oddviti á lista Miðflokksins og óháðra í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. ,,Það er mikill styrkur fyrir Miðflokkinn að fá til liðs við sig jafn öflugan einstakling og Karen sem berst fyrir betri hag bæjarbúa alla daga,“ segir í tilkynningu frá Miðflokknum. Karen Elísabet segist ekki vera búin að skrá sig í Miðflokkinn.

Hún hefur verið bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðastliðin átta ár, og varabæjarfulltrúi í fjögur ár. Hún sóttist eftir oddvitasæti hjá Sjálfstæðisflokknum í nýlegu prófkjöri í Kópavogi en laut í lægra haldi fyrir Ásdísi Kristjánsdóttur sem fékk afgerandi meirihluta atkvæða í fyrsta sætið.

Skömmu síðar hafi verið komið að máli við hana og hún tekið þá ákvörðun í framhaldinu að fara í framboð fyrir Miðflokkinn og óháða.

„Ég er auðvitað kjörin bæjarfulltrúi í bæjarstjórn og sit þar nema ég segi af mér, sem ég hef ekki hug á að gera enda bara þrír bæjarstjórnarfundir eftir. Kjörtímabilið er nánast búið. En nefndarseta mín er ekki í mínum höndum heldur annarra. Það er í raun Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi, bæjarfulltrúarnir, sem ráða því,“ segir hún. „Ég ætla ekki að tala fyrir þau. Þau eru bara að ráða sínum ráðum og ég mun virða þeirra niðurstöðu.“

Meirihlutinn sem var myndaður eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar í Kópavogi samanstóð alls af sex fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, en í heildina eru bæjarfulltrúarnir ellefu. Eftir úrsögn Karenar Elísabetar úr Sjálfstæðisflokknum eru því aðeins fimm af ellefu bæjarfulltrúum úr þeim tveimur flokkum sem mynda meirihlutann.

En er meirihlutinn í Kópavogi þá ekki fallinn?

„Ég myndi ekki vilja orða það þannig. Þetta er auðvitað snúin staða sem þau eru í og sem ég er í. Ég hef hug á að styðja meirihlutann sem óháður fulltrúi. Ég kem ekki til með að gera neitt sem kemur meirihlutanum illa,“ segir hún og tekur fram að hún sé bæði búin að tala við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem og Birki Jón Jónsson, oddvita Framsóknar í bænum. „Þau þekkja mig bara af góðu og af heilindum. Þau eiga ekki von á öðru frá mér. Ég sé engin ágreiningsmál framundan og vil bara, eins og alltaf, það sem er bænum fyrir bestu.“

Daginn fyrir prófkjörið hjá Sjálfstæðisflokknum sagði Vísir.is frá því að trúnaðarmaður Sjálfstæðisflokksins hefði kvartað undan Karen til Persónuverndar vegna dreifingar á gögnum um trúnaðarmanninn í prófkjörsslagnum. Hún hefur síðan sagt fréttina ljóta, villandi og til þess gerða að skemma fyrir framboði hennar.

Ekki náðist í Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, við vinnslu fréttarinnar.

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins nýr oddviti Miðflokksins í Kópavogi

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þjófnaður, skemmdarverk, slys og ökumenn í vímu

Þjófnaður, skemmdarverk, slys og ökumenn í vímu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

ÓIína hjólar í Eirík útaf skrifum hans – „Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg“

ÓIína hjólar í Eirík útaf skrifum hans – „Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fréttavaktin: Skólaforðun og mannekla sálfræðinga

Fréttavaktin: Skólaforðun og mannekla sálfræðinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigufélagið Alma hætti við að greiða bætur eftir að viðtal birtist við Katrínu Maríu á Vísir.is

Leigufélagið Alma hætti við að greiða bætur eftir að viðtal birtist við Katrínu Maríu á Vísir.is