fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fréttir

Segja að Pútín sé dauðvona af krabbameini

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. mars 2022 06:11

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, glímir að sögn við ólæknandi krabbamein í meltingarfærum. Talið er að „útblásið“ andlit hans sé merki um að hann taki stera vegna veikindanna eða sé í lyfjameðferð. Það að það vottar ekki fyrir brosi á andliti hans er sagt vera til marks um að hann sé með stöðuga verki.

Daily Star skýrir frá þessu og vitnar í ónafngreinda bandaríska embættismenn. Fram kemur að veikindin geti hugsanlega hafa gert Pútín árásargjarnan eða að hann hafi ákveðið að ráðast á Úkraínu þar sem hann viti að hann eigi ekki langt eftir og vilji tryggja arfleið sína.

Haft er eftir fyrrum liðsmanni leyniþjónustu bandaríska hersins, sem starfar nú hjá varnarmálaráðuneytinu, að hann telji að Pútín sé alvarlega veikur: „Ég hef oft séð hann brosa en á þessu ári hafa ekki verið teknar margar myndir af honum hamingjusömum. Útlit hans bendir til að hann sé með mikla verki og okkar fólk telur að reiðilegt útlit hans sé líklega vegna þjáninga hans.“

„Okkar fólk er sannfært um að hann sé veikur, hann hefur áhyggjur af COVID og heldur starfsfólki sínu fjarri sér,“ sagði heimildarmaðurinn einnig.

Lord Owen, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands og læknir, sagði í samtali við Times Radio að út frá andliti Pútín megi ráða að hann taki stera eða sé á sterkum lyfjum. Hann hafi alltaf verið stoltur af líkama sínum og hafi látið mynda sig beran að ofan, nú sé staðan önnur. Það að nota stera eða vera í lyfjameðferð valdi því að andlitið verði hringlaga og að fólk verði berskjaldaðra fyrir COVID. Pútín hafi verið í algjörri einangrun, hitti nær engan og þegar hann geri það sé viðkomandi haldið víðs fjarri honum.  Skemmst er þar að minnast fundar Pútín með Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, í febrúar þar sem Macron fékk aldrei að koma nærri honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sviðin jörð gjaldþrotakóngs í Garðabæ – „Hann er ekki einu sinni búinn að klára húsið okkar“

Sviðin jörð gjaldþrotakóngs í Garðabæ – „Hann er ekki einu sinni búinn að klára húsið okkar“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stöð 2 veldur Helgu vonbrigðum

Stöð 2 veldur Helgu vonbrigðum
Fréttir
Í gær

Vara við nýrri tegund netsvika – Töpuðu töluverðum fjárhæðum í ógáti

Vara við nýrri tegund netsvika – Töpuðu töluverðum fjárhæðum í ógáti
Fréttir
Í gær

Stuðningsmenn Njarðvíkur sagðir hafa brotið fjölda sæta á heimavelli Vals – „Íþróttir kalla fram tilfinningar í fólki“

Stuðningsmenn Njarðvíkur sagðir hafa brotið fjölda sæta á heimavelli Vals – „Íþróttir kalla fram tilfinningar í fólki“
Fréttir
Í gær

Styttist í beint flug til Kína: „Líklegustu borgirnar eru Shanghai eða Peking til að byrja með“

Styttist í beint flug til Kína: „Líklegustu borgirnar eru Shanghai eða Peking til að byrja með“
Fréttir
Í gær

Atvik sem fór framhjá flestum í gær – Trompaðist gjörsamlega þegar hann var tekinn af velli

Atvik sem fór framhjá flestum í gær – Trompaðist gjörsamlega þegar hann var tekinn af velli