fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fréttir

„Millistéttin mun missa allt“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. mars 2022 16:30

Rússar við matarinnkaup. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskt efnahagslíf og rússneskur almenningur mun finna mjög fyrir efnahagslegum refsiaðgerðum Vesturlanda en þau hafa gripið til harðra refsiaðgerða vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Millistéttin mun fara verst út úr þessu.

Þetta er mat Jeremy Morris, prófessors við Árósaháskóla, sem hefur mikla þekkingu á Rússlandi og efnahag landsins.

„Þeir sem tapa mest eru þeir sem hata Pútín nú þegar. Millistéttin mun missa allt. Refsiaðgerðirnar munu valda hárri verðbólgu sem mun einnig hafa mikil áhrif á þá fátæku. En í heildina er það millistéttin, sem hefur getað keypt vörur frá Apple, vestrænan fatnað og vesturevrópska bíla, sem mun verða fyrir mestum áhrifum. Hún mun í raun missa allan kaupmáttinn sinn,“ sagði hann í samtali við Ekstra Bladet.

Hann sagði að rússneska millistéttin sé um 15-20% af íbúafjölda landsins.

Hann sagði að einnig geti orðið skortur á ákveðnum matartegundum en það verði væntanlega ekki stórt vandamál því Rússar geti framleitt þær matvörur sem þeir hafa þörf fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sviðin jörð gjaldþrotakóngs í Garðabæ – „Hann er ekki einu sinni búinn að klára húsið okkar“

Sviðin jörð gjaldþrotakóngs í Garðabæ – „Hann er ekki einu sinni búinn að klára húsið okkar“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stöð 2 veldur Helgu vonbrigðum

Stöð 2 veldur Helgu vonbrigðum
Fréttir
Í gær

Vara við nýrri tegund netsvika – Töpuðu töluverðum fjárhæðum í ógáti

Vara við nýrri tegund netsvika – Töpuðu töluverðum fjárhæðum í ógáti
Fréttir
Í gær

Stuðningsmenn Njarðvíkur sagðir hafa brotið fjölda sæta á heimavelli Vals – „Íþróttir kalla fram tilfinningar í fólki“

Stuðningsmenn Njarðvíkur sagðir hafa brotið fjölda sæta á heimavelli Vals – „Íþróttir kalla fram tilfinningar í fólki“
Fréttir
Í gær

Styttist í beint flug til Kína: „Líklegustu borgirnar eru Shanghai eða Peking til að byrja með“

Styttist í beint flug til Kína: „Líklegustu borgirnar eru Shanghai eða Peking til að byrja með“
Fréttir
Í gær

Atvik sem fór framhjá flestum í gær – Trompaðist gjörsamlega þegar hann var tekinn af velli

Atvik sem fór framhjá flestum í gær – Trompaðist gjörsamlega þegar hann var tekinn af velli