fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Hrannar í haldi lögreglu vegna skotárásar í Grafarholti – Langur sakaferill þrátt fyrir ungan aldur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. febrúar 2022 15:11

Hrannar Fossberg Viðarsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá sem grunaður er um að hafa skotið á par í Grafarholti í nótt og er nú í haldi lögreglu heitir Hrannar Fossberg Viðarsson. Hrannar er fæddur í febrúar 1999 og hefur þrátt fyrir ungan aldur komið ítrekað við sögu lögreglu og hlotið fjölda refsidóma fyrir brot sín. Þá hefur hann fengið dóm fyrir að skjóta úr byssu án tilskilinna leyfa.

Parið, karl og kona, voru flutt særð á slysadeild eftir árásina en þau eru ekki talin í lífshættu samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Von er á tilkynningu síðar í dag um málið en lögreglan hefur sagt að um einstakt mál sé að ræða og að almenningi sé ekki hætta búin vegna þess.

Yngsti fangi landsins

Hrannar hefur stigið fram í fjölmiðlum og rætt erfiða ævi sína. Hann leiddist ungur út í neyslu og kom að lokuðum dyrum í kerfinu þegar hann reyndi að leita sér hjálpar.  Þegar hann var sextán ára gamall hlaut hann skilorðsbundinn dóm fyrir tilraun til manndráps og stórfellda líkamsáras en hann var aðeins 15 ára gamall þegar brotin áttu sér stað.

Í viðtali við Vísi í desember 2017 var hann titlaður sem yngsti fangi landsins en þá var hann vistaður í síbrotagæslu á Hólmsheiði aðeins 18 ára að aldri. Þar hafði Hrannar orð á því að fangelsið væri besta meðferðarúrræði sem hann hafði komist í kynni við en lítið væri við að vera varðandi vinnu og að hann hafi ekki fengið nein svör við tilraunum sínum til að skrá sig í framhaldsskólanám.

Í febrúar 2018 greindi DV frá því að Hrannar, þá nýorðinn 19 ára gamall, hafi verið dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvíslega brot – meðal annars  fyrir brot á vopna-, fíkniefna-, og umferðarlögum auk hótanna um ofbeldi.  Þungur dómur Hrannars helgaðist af því að með afbrotunum hafði hann rofið hinn skilorðsbunda dóm sem hann hlaut tveimur árum fyrr.

 

Hrannar dæmdur í fimm ára fangelsi

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Í gær

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“