fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Svört skýrsla um ástandið á skrifstofu Eflingar – Viðar sagður sekur um kvenfyrirlitningu og einelti

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 3. febrúar 2022 12:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slæmt andrúmsloft og vinnuaðstæður á skrifstofu Eflingar voru mikið til umræðu í haust í aðdraganda og í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku hjá félaginu. Sálfræði og ráðgjafarstofan Líf og sál var því fengin til að gera úttekt á vinnustaðnum og voru niðurstöður rannsóknarinnar kynntar á starfsmannafundi nú í morgun. Segja má að skýrslan hafi verið svört en meðal annars kemur þar fram að fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins og hægri hönd Sólveigar, Viðar Þorsteinsson, hafi verið fundinn sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofunnar. Vísir greinir frá.

Samkvæmt frétt Vísis var dregin upp svört mynd af stjórnarháttum Viðars í skýrslunni, sem og Sólveigar. Hafi stjórnarhættir batnað mikið eftir að þau hurfu frá störfum og ný forysta tók við. Byggir úttektin á viðtölum við hátt í fimmtíu starfsmenn skrifstofunnar, en ekki var gerð sérstök eineltisúttekt.

Mat sálfræðistofunnar eftir viðtölin er að framkoma Viðars við nokkra undirmenn sína flokkist sem vinnustaðaeinelti og eins hafi hann gerst sekur um kvenfyrirlitningu.

Þar kemur eins fram að starfsfólk hafi margoft leitað til Sólveigar Önnu og kvartað undan Viðari en hún hafi ekki brugðist við þeim kvörtunum.

Um er að ræða úttekt sem unnin var af óháðum aðila og átti alltaf að kynna niðurstöðurnar fyrir starfsmannahóp um mánaðamótin janúar/febrúar. Vísir leitað til núverandi forystu Eflingar sem vildi ekki tjá sig um málið en vísaði tl þess að von væri á tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings