fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Örmagna manni komið til bjargar við Keili

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 17:02

mynd/björgunarsveitin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir komu örmagna manni, sem hafði verið á göngu í grennd við Keili, til hjálpar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að neyðarlínunni hafi verið gert viðvart um manninn um eittleytið í dag.

Maðurinn var norðvestur af Keili í hrauninu við Höskuldarvelli og hafði verið á göngu við annan mann frá því fyrr í dag þegar hann varð örmagna af þreytu, en að öðru leiti óslasaður.

Í tilkynningunni segir:

„Svæðið í kringum gönguleiðina að Keili er mjög gróft apalhraun og erfitt yfirferðar. Maðurinn var í lélegu símasambandi í grófu hrauninu og voru því skilyrði til leitar ekki með besta móti. Björgunarsveitarfólk hélt á svæðið úr tveimur áttum, hópar frá Grindavík, Vogum og Hafnarfirði. Rétt fyrir klukkan 15 voru mennirnir fundir þeim var komið fyrir í neyðarskýli og þeim gefin orka og hlúð að þeim örmagna. Maðurinn var óslasaður, orkulaus en að öðru leiti í ágætis ásigkomulagi. Búið var um hann í sjúkrabörum og hjóli komið undir þær, þar sem flytja þurfti hann 2 kílómetra leið að björgunarsveitarbíl.

Þá segir að maðurinn sé nú kominn að björgunarsveitarbílnum sem eigi að flytja hann til byggða ásamt félaga sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað