fbpx
Sunnudagur 22.maí 2022
Fréttir

Björgunarsveitir sinntu rúmlega 100 óveðursverkefnum – Myndir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 08:04

Björgunarsveitarmenn að störfum í nótt. Mynd:Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá klukkan 22.17 í gærkvöldi og fram til klukkan 4 sinntu björgunarsveitir rúmlega 100 verkefnum vegna óveðurs. Flest voru verkefnin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum en einnig voru björgunarsveitir kallaðar út í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að um fok á lausamunum hafi verið að ræða, til dæmis fiskikörum, ruslatunnum og jólatrjám.

Einnig þurfti að koma böndum á grindverk, garðskúra, þakplötur og klæðningar á húsum. Einnig var eitthvað um að byggingarefni fyki á byggingarsvæðum og að vinnupallar færðust úr stað. Lítið var um verkefni við hafnir eða í nálægð við sjó.

Mesta álagið var á milli klukkan 23 og 02. Þá fór að draga úr fjölda tilkynninga og höfðu allir hópar lokið störfum um klukkan 04 í nótt.

Meðfylgjandi eru myndir sem voru teknar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

 Mynd:Landsbjörg
 Mynd:Landsbjörg
 Mynd:Landsbjörg
 Mynd:Landsbjörg
 Mynd:Landsbjörg
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Örn: „Mamma er búin að hringja nokkrum sinnum í dag og vill komast heim“

Guðmundur Örn: „Mamma er búin að hringja nokkrum sinnum í dag og vill komast heim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er færslan sem Hersir „like-aði“ og Bankasýslan var ósátt við

Þetta er færslan sem Hersir „like-aði“ og Bankasýslan var ósátt við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín er reiður – Kennir þeim um

Pútín er reiður – Kennir þeim um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn aukast vandræði Pútíns – Enn einn ofurstinn drepinn

Enn aukast vandræði Pútíns – Enn einn ofurstinn drepinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnlaus hegðun mannsins á hvíta fyrirtækisbílnum – Dómurinn yfir Brynjari birtur

Stjórnlaus hegðun mannsins á hvíta fyrirtækisbílnum – Dómurinn yfir Brynjari birtur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flassarinn í Laugardal úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Flassarinn í Laugardal úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heilbrigðisráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýju bílastæða– og tæknihúsi Nýs Landspítala

Heilbrigðisráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýju bílastæða– og tæknihúsi Nýs Landspítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu mæður lýsa „ófaglegum vinnubrögðum og hlutdrægni“ þessara matsmanna í forsjármálum og leita til Landlæknis

Tíu mæður lýsa „ófaglegum vinnubrögðum og hlutdrægni“ þessara matsmanna í forsjármálum og leita til Landlæknis