fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Björgunarsveitir sinntu rúmlega 100 óveðursverkefnum – Myndir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 08:04

Mynd tengist frétt ekki beint Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá klukkan 22.17 í gærkvöldi og fram til klukkan 4 sinntu björgunarsveitir rúmlega 100 verkefnum vegna óveðurs. Flest voru verkefnin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum en einnig voru björgunarsveitir kallaðar út í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að um fok á lausamunum hafi verið að ræða, til dæmis fiskikörum, ruslatunnum og jólatrjám.

Einnig þurfti að koma böndum á grindverk, garðskúra, þakplötur og klæðningar á húsum. Einnig var eitthvað um að byggingarefni fyki á byggingarsvæðum og að vinnupallar færðust úr stað. Lítið var um verkefni við hafnir eða í nálægð við sjó.

Mesta álagið var á milli klukkan 23 og 02. Þá fór að draga úr fjölda tilkynninga og höfðu allir hópar lokið störfum um klukkan 04 í nótt.

Meðfylgjandi eru myndir sem voru teknar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

 Mynd:Landsbjörg
 Mynd:Landsbjörg
 Mynd:Landsbjörg
 Mynd:Landsbjörg
 Mynd:Landsbjörg
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir