fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Vatnsleki kom upp um fíkniefnaframleiðslu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. janúar 2022 05:27

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um vatnsleka úr íbúð í Breiðholti. Húsráðandi kom á vettvang og kom þá í ljós að verið var að rækta fíkniefni í íbúðinni. Lögreglan lagði hald á fíkniefni og búnað til ræktunar. Húsráðandinn var handtekinn og yfirheyrður en látinn laus að því loknu.

Á níunda tímanum höfðu lögreglumenn afskipti af manni í verslunarmiðstöð í Breiðholti. Hann er grunaður um þjófnað/hnupl. Hann reyndist vera eftirlýstur og var því handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Í Árbæ var tilkynnt um eld í girðingu, sem er umhverfis ruslatunnur, á ellefta tímanum. Slökkvilið slökkti eldinn en tjón varð á girðingunni og ruslatunnum.

Á tíunda tímanum var tilkynnt um eld í ruslatunnu við Grasagarðinn. Slökkvilið slökkti eldinn.

Einn ökumaður var kærður í gærkvöldi fyrir að aka á móti rauðu ljósi og annar var kærður fyrir notkun farsíma á meðan á akstri stóð.

Á níunda tímanum var maður handtekinn á hóteli í Miðborginni  en hann hafði verið á þvælingi um það en var ekki gestur þar. Við leit á honum fundust meint fíkniefni. Hann var látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Á öðrum tímanum í nótt voru tvær konur handteknar á hóteli í Miðborginni en þær höfðu verið að slást. Þær eru grunaðar um líkamsárás, þjófnað og vörslu fíkniefna. Þær voru látnar lausar að loknum viðræðum á lögreglustöð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“