fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fréttir

Selja ofan af hvunndagshetju á strípuðum örorkubótum á mánudaginn – „Ég veit eiginlega ekki hvernig þetta endar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 9. september 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Ragnarsson, sem vakti athygli þjóðarinnar þegar hann aðstoðaði albanska flóttamannafjölskyldu við að fá ríkisborgarrétt árið 2016 eftir að þeim hafði verið vísað úr landi, stendur nú í ströngu. Hann deildi sögu sinni í Harmageddon í morgun.

Hermann hefur undanfarin misseri glímt við alvarleg veikindi og meðal annars þurft að gangast undir sjö aðgerðir frá árinu 2016 vegna magavandamála. Hann er í dag alveg óvinnufær og á mánudaginn á að selja ofan af honum húsið.

„Ég er búinn að vinna hjá sjálfum mér frá því að ég var tvítugur og stofnaði fyrirtæki með bróður mínum sem heitir Húsanes,“ segir Hermann og rekur starfsævina.

Hann fór svo út úr þeim rekstri og rak Bláa-lóið í fimm ár auk þess sem hann varð virkur í stjórnmálum.

„Ég var dálítið í pólitíkinni hér í gamla daga, Alþýðuflokksmaður og varð bæjarfulltrúi í Keflavík og var svo kjörinn í framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins á landsvísu og varð gjaldkeri.“

Síðar stofnaði hann fyrirtæki með félaga sínum og þar starfaði hann er hann veiktist fyrst. Það var einmitt hjá því fyrirtæki sem hann kynntist albönskum flóttamanni sem starfaði fyrir hann í nokkra mánuði.

Hann var ekki sáttur þegar manninum ásamt fjölskyldu hans, þar á meðal langveikt barn, var vísað úr landi.

„Ég var ekki sáttur við þetta og svo þegar ég hætti hjá fyrirtækinu og sneri mér alveg að því að fá þau aftur til landsins. Ég fékk þau í Rétti, Katrínu Oddsdóttur til að hjálpa mér við það og sótti hreinlega um ríkisborgararétt fyrir þau.“ 

Það tók Hermann aðeins tíu daga að fá ríkisborgararétt fyrir fjölskylduna og urðu fagnaðarfundir þegar hann tók á móti þeim á Keflavíkurflugvelli. Þá tók við að koma þeim fyrir á Íslandi, en Hermann fékk enga aðstoð frá Rauða krossinum þar sem fjölskyldan var þarna komin með ríkisborgararétt. Svo Hermann stóð í því sjáflur að finna handa þeim íbúð, leikskóla fyrir börnin, íslensku-námskeið og koma þeim inn í samfélagið.

Hermann hafði þarna farið út úr fyrirtækjarekstrinum. Þegar hann yfirgaf reksturinn skuldaði fyrirtækið vörsluskatta, en Hermann hafði engar áhyggjur af því og taldi að fyrirtækið næði að greiða þær upp.

En ellefu mánuðum síðar fór fyrirtækið í þrot og Hermanni að óvörum var hann gerður ábyrgur sem stjórnarmaður fyrir þeim sköttum sem fyrirtækið skuldaði þegar hann var enn í stjórn. Skuldin nam tæpum þremur milljónum en við hana bættist sekt svo heildarfjárhæðinn varð að sex milljónum.

„Ég fór þarna í aðgerð, ég er búinn að fara í sjö aðgerðir út af maganum á mér. Ég var nánast dauður og það lekur enn úr maganum á mér. Það er bara gat á maganum og það bara lekur úr þessu.“ 

Hermann er því óvinnufær og á strípuðum örorkubætum og ekki í stöðu til að greiða sex milljónir. Hann fékk lögmann í málið til að reyna að komast að samkomulagi um uppgjör, en hann segir að til sé ákveðin nefnd sem geti fellt niður skuldir vegna sérstakra aðstæðna líkt og í hans tilfelli. Honum var þó neitað um slíka „náðun“.

Nú er búið að veita honum alla mögulega fresti og á mánudaginn verður heimili hans selt uppboði. Vegna sex milljón króna skuldar.

Þegar Hermann spurði sýslumann hvað hann gæti gert ef heimili hans væri tekið af honum og var honum bent á Öryrkjabandalagið eða að sækja um húsnæði hjá bænum. En Hermann veit sem er að margir bíða eftir slíku húsnæði og biðin gífurlega löng.

Hermann segir þó lítið við sýslumann að sakast, þar hafi menn verið allir að vilja gerðir til að aðstoða hann, en lögin séu eins og þau eru og fyrir einhverjar sakir var ekki hægt að fella niður skuldina hans eða lækka hana. Hann sé því að óbreyttu að missa heimili sitt á mánudaginn og hefur ekki hugmynd um hvað tekur við. „Ég veit eiginlega ekki hvernig þetta endar,“ segir Hermann.

Hermann var lýst sem sannkallaðir hvunndagshetju þegar hann tók slaginn fyrir albönsku fjölskylduna og þeir sem til hans þekkja hafa gjarnan sagt hann búa yfir hjarta úr gulli.

Í viðtali við Stundina árið 2016 sagði hann: „Ég er bara svona gerður, er alinn svona upp. Ég þoli ekki óréttlæti.“

Harmageddon-bræður segja sögu Hermanns sanna sögu úr samfélaginu okkar um hvernig komið er fram við þá sem lenda í veikindum.

Viðtalið má heyra í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan útilokar ekki kosningasvindl – Salurinn ekki læstur líkt og Ingi hélt fram

Lögreglan útilokar ekki kosningasvindl – Salurinn ekki læstur líkt og Ingi hélt fram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trúboðinn Eiríkur í Omega fékk skilorðsbundna 10 mánuði og 109 milljóna sekt

Trúboðinn Eiríkur í Omega fékk skilorðsbundna 10 mánuði og 109 milljóna sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita

Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ölvaður ók á stólpa

Ölvaður ók á stólpa