fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Örlagarík skemmtiferð forsetaembættisins orðin að lögreglumáli – Kærði kynferðislega áreitni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. september 2021 07:40

Bessastaðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum starfsmaður forsetaembættisins hefur lagt fram kæru hjá lögreglunni vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu samstarfsmanns hjá embættinu. Meint brot átti sér stað 2018 og fékk gerandinn skriflega áminningu í kjölfarið og var sendur í tímabundið leyfi. Hann baðst afsökunar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir þolandanum, sem kýs nafnleynd, að samstarfsmaður hans fyrrverandi hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt allt frá 2015 og í ferð til Parísar 2018 hafi hann brotið alvarlega af sér. Hann sagði að mörg dæmi hafi verið um óviðeigandi orð og athafnir en í Parísarferðinni 2018 hafi maðurinn þuklað á honum og brotið gegn fleirum.

Það kom þolandanum í opna skjöldu að maðurinn fékk að snúa aftur til starfa og telur hann sig ekki hafa fengið viðeigandi málsmeðferð eða úrlausn hjá forsetaembættinu. Hann sagði upp starfi sínu í sumar, leitaði til Stígamóta og kærði málið síðan til lögreglunnar og hefur honum verið skipaður réttargæslumaður. „Þessi mál hafa tekið gríðarlegan toll,“ sagði maðurinn sem bjó og starfaði á Bessastöðum árum saman.

Fréttablaðið hefur eftir Sif Gunnarsdóttur, forsetaritara, sem hóf störf fyrr á árinu að brotlega manninum hafi verið leyft að snúa aftur til starfa að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þar með hafi málinu lokið hjá embættinu en áfram hafi verið unnið með fagaðilum og starfsmenn hafi fengið ráðgjöf og stuðning. Hún sagði jafnframt að nú séu umfangsmiklar skipulagsbreytingar í gangi á Bessastöðum og verði störf þeirra tveggja starfsmanna sem hafa haft búsetu á Bessastöðum lögð niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast