fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Sauð upp úr í Blesugróf – Kona með kylfu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. september 2021 18:00

Samsett mynd. Myndhluti úr Blesugróf er ekki frá vettvangi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært konu fyrir sérlega hættulega líkamsárás sem á að hafa átt sér stað í Blesugróf vorið 2020. Konan er sögð hafa veist að manni á heimili sínu og slegið hann með kylfu „eða álíka áhaldi“ í höfuðið með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund og fékk sár á ennið, skurð á höku, mar á vör og yfirborðsáverka víðs vegar um líkamann.

Fólkið sem í hlut á er tæplega fimmtugt. Þess er krafist að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Maðurinn sem varð fyrir meintri árás er með einkaréttarkröfu á konuna um skaðabætur að fjárhæð rúmlega 3,6 milljónir króna.

Konan hefur áður hlotið dóm fyrir umferðarlagabrot og þjófnaði.

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti