fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Starfsmaður RÚV féll í yfirlið í upptöku á kosningaþætti – Gúndi kom til hjálpar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. september 2021 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjulegt atvik varð í upptöku á þættinum Forystusætinu mánudaginn 13. september síðastliðinn. Þátturinn var tekinn upp í hádeginu í Útvarpshúsinu Efstaleiti en sýndur um kvöldið.

Starfsmaðurinn féll í yfirlið þegar nokkrar mínútur voru liðnar af upptökunni. Gestur þáttarins var Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, en spyrlar voru Rakel Þorbergsdóttir og Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir.

Töluverður fjöldi starfsfólks kemur að verkefni sem þessu og því varð uppi fótur og fit á tökustað. Samkvæmt upplýsingum sem bárust til DV var Guðmundur Franklín snöggur til að koma starfsmanninum til hjálpar.

DV hafði samband við Guðmund sem kannaðist við málið, vildi þó ekki mikið tjá sig um það . „Ég gerði bara það sem allir hefðu gert í sömu sporum,“ segir Guðmundur en hann sá útundan sér að viðkomandi glímdi við vanlíðan. Stökk hann úr sæti sínu og að starfsmanninum sem var rænulítill.

„Já, ég stökk yfir salinn og kom honum til aðstoðar. Ég var hjá honum þar til sjúkralið kom. Það var bara mín skylda.“

Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann en Guðmundur segir að hann hafi upplýsingar um að hann hafi komist til meðvitundar áður en lagt var af stað og honum heilsist vel.

Þátturinn er tekinn upp í beinu rennsli og þurfti því að byrja á upptökunni upp á nýtt. Samkvæmt Guðmundi var viðstöddum mjög brugðið yfir atvikinu.

DV hafði samband við Birgi Sigfússon, framkvæmdastjóra Miðla og framleiðslu hjá RÚV. Hann gat staðfest að umrætt atvik hefði átt sér stað en sagðist ekki getað tjáð sig um það að öðru leyti. „Við erum bundin af því að geta ekki rætt málefni einstakra starfsmanna en ég get staðfest að starfsmaður féll í yfirlið í útsendingu. Meira get ég ekki sagt um málið.“

 

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir